Augu heimsins hvíla á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 23:37 Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. Vísir/Óli Kr. Það eru ekki einungis augu landsmanna sem einblína á alþingiskosningarnar sem framundan eru. Víða er fjallað um kosningarnar í erlendum fjölmiðlum og velta flestir því fyrir sér hvort að Píratar komist til valda eður ei? Í frétt BBC er spurt hvort að Pírati verði næsti forsætisráðherra Íslands. Þar segir að Píratar eigi í fyrsta sinn möguleika á því að taka þátt í ríkisstjórn. Þá sé ljóst að kannanir bendi sterklega til þess að niðurstöður kosninganna muni hrista hressilega upp í einu elsta lýðræðisríki heims.Fréttaveitan Associated Press fjallar einnig um kosningarnar. Þar segir að síðustu ár hafi verið stormasöm fyrir Íslendinga sem hafi þurft að lifa með eldfjöllum og að bankamenn hafi nærri því sett landið á hausinn fyrir nokkrum árum. Því íhugi Íslendingar nú að leggja traust sitt á Pírata.Leiðtogar stærstu flokkanna.Vísir/ErnirÍ frétt AP segir að Píratar vilji færa valdið frá ríkisstjórninni til fólksins í landinu. Vísar blaðamaður í skoðanakannanir sem bendi til þess að fimmti hver Íslendingur muni kjósa Pírata og að stefnumál Pírata hafi verið helsta umræðuefni kosningabaráttunnar hingað til. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, einn leiðtoga Pírata, þar sem hún þakkar árangurinn því að hafa náð svo vel til ungs fólks. Margir af helstu fjölmiðlum heims birta þessa frétt AP og má þar nefna New York Times og Washington Post í Bandaríkjunum. The Guardian í Bretlandi fjallar einnig um kosningarnar og líkt og aðrir erlendir miðlar fjallar frétt blaðsins að mestu leyti um Pírata og möguleika þeirra á að komast í ríkisstjórn. Financial Times er einnig með innslag um Pírata þar sem hlusta má á sérfræðing blaðsins í Norðurlöndunum útskýra hvaða Píratar standa fyrir. Þar segir að mjög líklegt sé að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gagnsæi í stjórn ríkisins, afglæpavæðingu eiturlyfja og sem vilji veita Edward Snowden hæli muni líklega mynda næstu ríkisstjórn Íslands. En það er ekki einungis í Evrópu og Bandaríkjunum sem áhugi er fyrir kosningunum hér á landi. Al-Jazeera fjallar um að Ísland geti orðið fyrsta ríkið sem muni lúta stjórn Pírata. Þar segir að ólíkt systurflokkum Pírata í Evrópu gangi Pírötum afar vel. Það er því ljóst að augu heimsins munu hvíla á Íslandi næstu daga þangað til að úrslit kosninganna verða ljós. Kosningar 2016 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Það eru ekki einungis augu landsmanna sem einblína á alþingiskosningarnar sem framundan eru. Víða er fjallað um kosningarnar í erlendum fjölmiðlum og velta flestir því fyrir sér hvort að Píratar komist til valda eður ei? Í frétt BBC er spurt hvort að Pírati verði næsti forsætisráðherra Íslands. Þar segir að Píratar eigi í fyrsta sinn möguleika á því að taka þátt í ríkisstjórn. Þá sé ljóst að kannanir bendi sterklega til þess að niðurstöður kosninganna muni hrista hressilega upp í einu elsta lýðræðisríki heims.Fréttaveitan Associated Press fjallar einnig um kosningarnar. Þar segir að síðustu ár hafi verið stormasöm fyrir Íslendinga sem hafi þurft að lifa með eldfjöllum og að bankamenn hafi nærri því sett landið á hausinn fyrir nokkrum árum. Því íhugi Íslendingar nú að leggja traust sitt á Pírata.Leiðtogar stærstu flokkanna.Vísir/ErnirÍ frétt AP segir að Píratar vilji færa valdið frá ríkisstjórninni til fólksins í landinu. Vísar blaðamaður í skoðanakannanir sem bendi til þess að fimmti hver Íslendingur muni kjósa Pírata og að stefnumál Pírata hafi verið helsta umræðuefni kosningabaráttunnar hingað til. Einnig er rætt við Birgittu Jónsdóttur, einn leiðtoga Pírata, þar sem hún þakkar árangurinn því að hafa náð svo vel til ungs fólks. Margir af helstu fjölmiðlum heims birta þessa frétt AP og má þar nefna New York Times og Washington Post í Bandaríkjunum. The Guardian í Bretlandi fjallar einnig um kosningarnar og líkt og aðrir erlendir miðlar fjallar frétt blaðsins að mestu leyti um Pírata og möguleika þeirra á að komast í ríkisstjórn. Financial Times er einnig með innslag um Pírata þar sem hlusta má á sérfræðing blaðsins í Norðurlöndunum útskýra hvaða Píratar standa fyrir. Þar segir að mjög líklegt sé að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gagnsæi í stjórn ríkisins, afglæpavæðingu eiturlyfja og sem vilji veita Edward Snowden hæli muni líklega mynda næstu ríkisstjórn Íslands. En það er ekki einungis í Evrópu og Bandaríkjunum sem áhugi er fyrir kosningunum hér á landi. Al-Jazeera fjallar um að Ísland geti orðið fyrsta ríkið sem muni lúta stjórn Pírata. Þar segir að ólíkt systurflokkum Pírata í Evrópu gangi Pírötum afar vel. Það er því ljóst að augu heimsins munu hvíla á Íslandi næstu daga þangað til að úrslit kosninganna verða ljós.
Kosningar 2016 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira