Rafmagnsbíll frá AMG eða dauði merkisins Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2016 10:34 Munu þyrstir bensínbílar AMG brátt heyra sögunni til? Forstjóri AMG-deildar Mercedes Benz segir að ef þessi kraftabíladeild fyrirtækisins framleiðir ekki bíl sem eingöngu gengur fyrir rafmagni sé dauði hennar yfirvofandi. Því sé þróun slíks bíls í forgangi hjá AMG, en hann vill þó ekki tímasetja útkomu slíks bíls. Tobias Moers forstjóri AMG segir að deildin vinni nú að þróun nokkurra bíla, bæði tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla, auk þess sem áfram verði framleiddir hefðbundnir kraftabílar sem drifnir eru áfram af jarðefnaeldsneyti. Það eru ekki engin plön hjá AMG að koma fram með hreinræktaðan rafmagnsbíl fyrir árið 2020, en það sé hinsvegar alveg óumflýjanlegt þar sem annars myndi þessi deild innan Mercedes Benz einfaldlega hverfa. Slíkur bíll yrði málamiðlun milli sparneytni og aksturshæfni, en það eigi við alla bíla samtímans í dag og í framtíðinni. Eini hreinræktaði rafmagnsbíll sem AMG-deildin hefur framleitt er frá árinu 2010 en sá bíll var með rafmótorum á öllum fjórum hjólum bílsins og var 740 hestöfl og með 999 Nm togi. Hann á ennþá metið kringum Nürburgring brautina á meðal rafmagnsbíla, en brautina fór bíllinn á 7:56,2 mínútum. AMG-deildin er að smíða ofurbíl með tengiltvinntækni og er hann innblásinn af Formúlu 1 tækni og verður með mótor samskonar og er í Formúlu 1 bílum, auk rafmótora. Takmarkið með þeim bíl er að smíða skilvirkasta bíl heims hvað varðar afl og eyðslu. Svo virðist sem allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir hafi tekið beinu stefnuna á smíði rafmagnsbíla og skilgreini framtíð sína með slíkri smíði, annars muni þau daga uppi sem steingervingar. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent
Forstjóri AMG-deildar Mercedes Benz segir að ef þessi kraftabíladeild fyrirtækisins framleiðir ekki bíl sem eingöngu gengur fyrir rafmagni sé dauði hennar yfirvofandi. Því sé þróun slíks bíls í forgangi hjá AMG, en hann vill þó ekki tímasetja útkomu slíks bíls. Tobias Moers forstjóri AMG segir að deildin vinni nú að þróun nokkurra bíla, bæði tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla, auk þess sem áfram verði framleiddir hefðbundnir kraftabílar sem drifnir eru áfram af jarðefnaeldsneyti. Það eru ekki engin plön hjá AMG að koma fram með hreinræktaðan rafmagnsbíl fyrir árið 2020, en það sé hinsvegar alveg óumflýjanlegt þar sem annars myndi þessi deild innan Mercedes Benz einfaldlega hverfa. Slíkur bíll yrði málamiðlun milli sparneytni og aksturshæfni, en það eigi við alla bíla samtímans í dag og í framtíðinni. Eini hreinræktaði rafmagnsbíll sem AMG-deildin hefur framleitt er frá árinu 2010 en sá bíll var með rafmótorum á öllum fjórum hjólum bílsins og var 740 hestöfl og með 999 Nm togi. Hann á ennþá metið kringum Nürburgring brautina á meðal rafmagnsbíla, en brautina fór bíllinn á 7:56,2 mínútum. AMG-deildin er að smíða ofurbíl með tengiltvinntækni og er hann innblásinn af Formúlu 1 tækni og verður með mótor samskonar og er í Formúlu 1 bílum, auk rafmótora. Takmarkið með þeim bíl er að smíða skilvirkasta bíl heims hvað varðar afl og eyðslu. Svo virðist sem allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir hafi tekið beinu stefnuna á smíði rafmagnsbíla og skilgreini framtíð sína með slíkri smíði, annars muni þau daga uppi sem steingervingar.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent