Aldarfjórðungur liðinn frá Bermúdaskálinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:15 "Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ segir Björn um árangur íslensku briddssveitarinnar fyrir 25 árum úti í Japan. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016. Lífið Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
„Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016.
Lífið Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira