Líkaminn er hljóðfæri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:30 "Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur,“ segir Sólrún. Vísir/Stefán „Ég er að byggja upp námskeið fyrir alla sem vilja kynnast röddinni sinni og nota hana. Þar eru þrjár kjarnaleiðir, ein fyrir sólóista, önnur fyrir söngáhugafólk og sú þriðja fyrir þá sem kjósa radd- og sjálfseflingu,“ segir Sólrún Bragadóttir söngkona um starfsemi síns nýstofnaða söngskóla Allelúja sem er til húsa í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi í Breiðholti. Hún kveðst hafa afbragðs fólk með sér við skólann. „Við héldum opnunarhátíð síðasta fimmtudag í Fella- og Hólakirkju, þar mætti fólk á öllum aldri sem söng og hreyfði sig og þar myndaðist dásamlegur kór,“ segir hún. T ekur þó fram að námið í skólanum verði einstaklingsmiðað, hvort sem um verði að ræða sólósöngvara eða jafnvel einhverja sem aldrei hafi sungið. „Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur. Fá það til að nota röddina og frelsast á vissan hátt.“ Hún segir röddina vera vissan spegil á líðan fólks. „Líkaminn er í raun hljóðfæri; streita, áreiti og ójafnvægi hefur áhrif á slímhúðina og þá líka röddina,“ útskýrir hún og kveðst byggja kennsluna á eigin reynslu. Sólrún býr bæði á Íslandi og Ítalíu. „Ég er að færa mig meira heim og skapa grundvöll fyrir skólastarfið hér en tengi það líka sumarskóla á Ítalíu. Þar er ég búin að fá aðgengi að fallegu klaustri og þangað getur fólk komið og unnið með röddina sína,“ segir hún. Þetta haust er prufutími að sögn Sólrúnar. „Við njörvum námið ekki niður eins og venjulegir tónlistarskólar. Fyrsta námskeiðið byrjaði 7. október hjá okkur og svo erum við líka með helgarnámskeið og enn auðvelt að hafa samband og skrá sig,“ segir Sólrún sem er með heimasíðuna www.soulflowsinging.com Greinin birtist fyrst 11. október 2016. Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Ég er að byggja upp námskeið fyrir alla sem vilja kynnast röddinni sinni og nota hana. Þar eru þrjár kjarnaleiðir, ein fyrir sólóista, önnur fyrir söngáhugafólk og sú þriðja fyrir þá sem kjósa radd- og sjálfseflingu,“ segir Sólrún Bragadóttir söngkona um starfsemi síns nýstofnaða söngskóla Allelúja sem er til húsa í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi í Breiðholti. Hún kveðst hafa afbragðs fólk með sér við skólann. „Við héldum opnunarhátíð síðasta fimmtudag í Fella- og Hólakirkju, þar mætti fólk á öllum aldri sem söng og hreyfði sig og þar myndaðist dásamlegur kór,“ segir hún. T ekur þó fram að námið í skólanum verði einstaklingsmiðað, hvort sem um verði að ræða sólósöngvara eða jafnvel einhverja sem aldrei hafi sungið. „Það er dásamlegt að fylgjast með fólki sem hefur fengið stimpilinn laglaus og heyra það flytja laglínur. Fá það til að nota röddina og frelsast á vissan hátt.“ Hún segir röddina vera vissan spegil á líðan fólks. „Líkaminn er í raun hljóðfæri; streita, áreiti og ójafnvægi hefur áhrif á slímhúðina og þá líka röddina,“ útskýrir hún og kveðst byggja kennsluna á eigin reynslu. Sólrún býr bæði á Íslandi og Ítalíu. „Ég er að færa mig meira heim og skapa grundvöll fyrir skólastarfið hér en tengi það líka sumarskóla á Ítalíu. Þar er ég búin að fá aðgengi að fallegu klaustri og þangað getur fólk komið og unnið með röddina sína,“ segir hún. Þetta haust er prufutími að sögn Sólrúnar. „Við njörvum námið ekki niður eins og venjulegir tónlistarskólar. Fyrsta námskeiðið byrjaði 7. október hjá okkur og svo erum við líka með helgarnámskeið og enn auðvelt að hafa samband og skrá sig,“ segir Sólrún sem er með heimasíðuna www.soulflowsinging.com Greinin birtist fyrst 11. október 2016.
Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira