Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2016 08:45 Vísir/GEtty Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira