Felli vísindin inn í listina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2016 10:15 "Eins og flestum finnst mér blóm falleg,“ segir Georg. Vísir/Anton Brink Leynigarðurinn nefnist málverk sem Menntaskólanum við Hamrahlíð var gefið í tilefni 50 ára afmælis á dögunum frá starfsfólki og nemendum í fyrsta útskriftarárgangi skólans. Gjöfin er verðlaunamálverk eftir Georg Douglas sem flutti frá Írlandi til Íslands fyrir mörgum árum og kenndi efnafræði og jarðfræði við MH í áratugi en er nú kominn á eftirlaun. „Það var mjög ánægjulegt þegar nemendur komu til mín og báðu mig um mynd handa skólanum,“ segir hann. „Ég er sjálfmenntaður myndlistarmaður en hef líka sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur í 15 ár.“ Málverk Georgs eru litskrúðug og hann kveðst mála daglega enda að undirbúa sýningu sem verður á næsta ári í Anarkíu í Kópavogi. „Þetta verður svolítið metnaðargjörn sýning og ég verð með allan salinn svo það þýðir ekki annað en hafa hugann við efnið,“ segir hann glaðlega. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt,“ segir listamaðurinn.Blóm eru áberandi í nýjustu myndum Georgs. „Eins og flestum finnst mér blóm falleg og sem myndefni finnst mér sérstakt hvernig ljósið kemur í gegnum þau, einkum á kvöldin,“ segir hann. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt. Ég er vísindamaður að mennt og hitabeltisblærinn kemur frá ruglingi á raunverulegum stærðum blómanna og smásjármælikvörðum. Þannig leik ég mér með efnið og felli vísindin inn í listina.“ Georg hefur búið á Íslandi í 46 ár. Hann kynntist konunni sinni, Berglindi Magnadóttur í Belfast er bæði voru þar við nám. „Ástandið í Belfast var ekki skemmtilegt á þessum tíma og þegar náminu lauk ákváðum við að koma til Íslands,“ segir hann. „Írar og Íslendingar eru afskaplega líkir. Það hefur aldrei verið erfitt að vera hér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016. Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Leynigarðurinn nefnist málverk sem Menntaskólanum við Hamrahlíð var gefið í tilefni 50 ára afmælis á dögunum frá starfsfólki og nemendum í fyrsta útskriftarárgangi skólans. Gjöfin er verðlaunamálverk eftir Georg Douglas sem flutti frá Írlandi til Íslands fyrir mörgum árum og kenndi efnafræði og jarðfræði við MH í áratugi en er nú kominn á eftirlaun. „Það var mjög ánægjulegt þegar nemendur komu til mín og báðu mig um mynd handa skólanum,“ segir hann. „Ég er sjálfmenntaður myndlistarmaður en hef líka sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur í 15 ár.“ Málverk Georgs eru litskrúðug og hann kveðst mála daglega enda að undirbúa sýningu sem verður á næsta ári í Anarkíu í Kópavogi. „Þetta verður svolítið metnaðargjörn sýning og ég verð með allan salinn svo það þýðir ekki annað en hafa hugann við efnið,“ segir hann glaðlega. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt,“ segir listamaðurinn.Blóm eru áberandi í nýjustu myndum Georgs. „Eins og flestum finnst mér blóm falleg og sem myndefni finnst mér sérstakt hvernig ljósið kemur í gegnum þau, einkum á kvöldin,“ segir hann. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt. Ég er vísindamaður að mennt og hitabeltisblærinn kemur frá ruglingi á raunverulegum stærðum blómanna og smásjármælikvörðum. Þannig leik ég mér með efnið og felli vísindin inn í listina.“ Georg hefur búið á Íslandi í 46 ár. Hann kynntist konunni sinni, Berglindi Magnadóttur í Belfast er bæði voru þar við nám. „Ástandið í Belfast var ekki skemmtilegt á þessum tíma og þegar náminu lauk ákváðum við að koma til Íslands,“ segir hann. „Írar og Íslendingar eru afskaplega líkir. Það hefur aldrei verið erfitt að vera hér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016.
Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira