Frakkland var svo sannarlega engin endastöð Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 07:00 Theodór Elmar Bjarnason kom inn í byrjunarliðið í leiknum gegn Tyrklandi og spilaði eins og sá sem valdið hefur. Vísir/Ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta verða í 21. sæti á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þegar nýr listi verður gefinn út eftir slétta viku. Íslenska liðið hefur aldrei verið ofar á listanum og bætir eigið met frá því í júlí þegar það stökk upp um tólf sæti. upp í það 22., eftir frábært gengi á Evrópumótinu í Frakklandi. Margir óttuðust að blaðran myndi springa eftir veisluna í sumar þar sem íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og sendi Englendinga heim í 16 liða úrslitum. Hún er svo sannarlega ekki sprungin. Fótboltaveislan heldur áfram, þökk sé góðum árangri í fyrstu leikjum undankeppni HM 2018. Þar eru strákarnir okkar í öðru sæti síns riðils, taplausir og búnir að sækja stig á erfiðan útivöll gegn Úkraínu og vinna sterkt lið Tyrklands á heimavelli.Byrjaði að ræða HM á EM Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var líklega mest meðvitaður allra um að mögulega yrði erfitt að koma íslenska liðinu aftur í gang eftir ævintýrið í Frakklandi. Og það var líka snúið. Strax á EM í sumar var Heimir byrjaður að ræða undankeppni HM 2018 og að vandasamt yrði að koma liðinu aftur af stað. Hann hélt mönnum á tánum með því að minna á að íslenskum fótbolta væri ekki lokið eftir EM. Þetta væri aðeins byrjunin.graf/fréttablaðið„Það var mitt að hugsa fram í tímann. Sagan segir okkur að það sé erfitt að endurræsa sig þegar það gengur svona vel. Við erum ekkert spes, það hefur fullt af þjóðum farið fram úr sér og það var kannski viðbúið að við Íslendingar myndum aðeins fara fram úr okkur. Þess vegna fannst mér mikilvægt að byrja að tala um þetta strax í sumar, bæði út af umgjörðinni fyrir KSÍ og fyrir strákana,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær. Þessar viðvaranir og áminningar Heimis um að ævintýrið í Frakklandi væri upphafið á einhverju ennþá stærra virðast hafa svínvirkað. Frammistaðan gegn Tyrklandi bar þess merki en auðvelt er að halda því fram að íslenska liðið hafi aldrei spilað betur undir stjórn Heimis og áður Heimis og Lars.Litlar breytingar Heimir ákvað að umvelta ekki spilamennsku landsliðsins eftir að hann tók við einn sem aðalþjálfari eftir brotthvarf Lars Lagerbäck. Á blaðamannafundi þegar hann valdi hópinn gegn Úkraínu fór hann yfir það hverjir væru styrkleikar íslenska liðsins. Þó strákarnir okkar væru aðeins 35-39 prósent með boltann í sínum leikjum töpuðu þeir sjaldan og færanýtingin væri góð. Hann sagði að sig langaði smám saman að þróa leik liðsins en það þyrfti að fara hægt í það. „Þetta er góð byrjun hjá okkur en hún hékk á bláþræði gegn Finnlandi. Þetta er riðill sem mun ráðast á smáatriðunum en gegn Finnlandi skipti máli að menn héldu áfram. Þar hjálpaði til að menn voru ágætlega undirbúnir í hausnum,“ sagði Heimir og bætir við að Finnaleikurinn hafi kveikt á liðinu. „Þetta var spurning um að einhver héldi að hlutirnir gerðust af sjálfu sér því við náðum góðum árangri. Það er bara ekki þannig. Þetta er undir okkur komið. Það sem mér fannst gott við þennan leik gegn Finnum er að menn héldu áfram. Frakkland var svo sannarlega engin endastöð. Við sögðum þá og höldum því áfram að velgengni er ekki endastöð. Velgengni er stanslaust ferðalag í rétta átt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta verða í 21. sæti á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þegar nýr listi verður gefinn út eftir slétta viku. Íslenska liðið hefur aldrei verið ofar á listanum og bætir eigið met frá því í júlí þegar það stökk upp um tólf sæti. upp í það 22., eftir frábært gengi á Evrópumótinu í Frakklandi. Margir óttuðust að blaðran myndi springa eftir veisluna í sumar þar sem íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og sendi Englendinga heim í 16 liða úrslitum. Hún er svo sannarlega ekki sprungin. Fótboltaveislan heldur áfram, þökk sé góðum árangri í fyrstu leikjum undankeppni HM 2018. Þar eru strákarnir okkar í öðru sæti síns riðils, taplausir og búnir að sækja stig á erfiðan útivöll gegn Úkraínu og vinna sterkt lið Tyrklands á heimavelli.Byrjaði að ræða HM á EM Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var líklega mest meðvitaður allra um að mögulega yrði erfitt að koma íslenska liðinu aftur í gang eftir ævintýrið í Frakklandi. Og það var líka snúið. Strax á EM í sumar var Heimir byrjaður að ræða undankeppni HM 2018 og að vandasamt yrði að koma liðinu aftur af stað. Hann hélt mönnum á tánum með því að minna á að íslenskum fótbolta væri ekki lokið eftir EM. Þetta væri aðeins byrjunin.graf/fréttablaðið„Það var mitt að hugsa fram í tímann. Sagan segir okkur að það sé erfitt að endurræsa sig þegar það gengur svona vel. Við erum ekkert spes, það hefur fullt af þjóðum farið fram úr sér og það var kannski viðbúið að við Íslendingar myndum aðeins fara fram úr okkur. Þess vegna fannst mér mikilvægt að byrja að tala um þetta strax í sumar, bæði út af umgjörðinni fyrir KSÍ og fyrir strákana,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær. Þessar viðvaranir og áminningar Heimis um að ævintýrið í Frakklandi væri upphafið á einhverju ennþá stærra virðast hafa svínvirkað. Frammistaðan gegn Tyrklandi bar þess merki en auðvelt er að halda því fram að íslenska liðið hafi aldrei spilað betur undir stjórn Heimis og áður Heimis og Lars.Litlar breytingar Heimir ákvað að umvelta ekki spilamennsku landsliðsins eftir að hann tók við einn sem aðalþjálfari eftir brotthvarf Lars Lagerbäck. Á blaðamannafundi þegar hann valdi hópinn gegn Úkraínu fór hann yfir það hverjir væru styrkleikar íslenska liðsins. Þó strákarnir okkar væru aðeins 35-39 prósent með boltann í sínum leikjum töpuðu þeir sjaldan og færanýtingin væri góð. Hann sagði að sig langaði smám saman að þróa leik liðsins en það þyrfti að fara hægt í það. „Þetta er góð byrjun hjá okkur en hún hékk á bláþræði gegn Finnlandi. Þetta er riðill sem mun ráðast á smáatriðunum en gegn Finnlandi skipti máli að menn héldu áfram. Þar hjálpaði til að menn voru ágætlega undirbúnir í hausnum,“ sagði Heimir og bætir við að Finnaleikurinn hafi kveikt á liðinu. „Þetta var spurning um að einhver héldi að hlutirnir gerðust af sjálfu sér því við náðum góðum árangri. Það er bara ekki þannig. Þetta er undir okkur komið. Það sem mér fannst gott við þennan leik gegn Finnum er að menn héldu áfram. Frakkland var svo sannarlega engin endastöð. Við sögðum þá og höldum því áfram að velgengni er ekki endastöð. Velgengni er stanslaust ferðalag í rétta átt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Sjá meira