Er þetta flinkast hjólreiðamaður heims? Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 11:07 Danny MacAskill á flugi sem endranær. Danny MacAskill hefur birt ófá myndskeiðin þar sem hæfileikar hans á fjallahjóli koma í ljós. Hann gerir hluti sem eðlisfræðin nánast leyfir ekki og hættulega hluti sem engum heilvita manni dytti í hug að reyna. Hann heimsótti um daginn sveitirnar í Skotlandi og lék sér þar sem mest hann mátti og storkaði þyngdarlögmálinu oftsinnis. Ekki er að spyrja að fegurð skosku sveitanna en fæstir munu taka eftir því við að horfa á hæfileika Danny, sem á örugglega fáa sína líka. Danny MacAskill er sjálfur frá Skotlandi, eða frá eyjunni Isle of Skye og er 28 ára gamall og fæddur á Þorláksmessu árið 1987. Hann byrjaði að birta myndbönd af hjólahæfileikum sínum árið 2009 en hann æfir þessi ótrúlegu hjólatrikk sín í nokkra tíma á dag og hefur gert það síðustu 12 árin. Hann hætti starfi sínu sem vélvirki til að helga sig alfarið æfingum á hjóli sínu og er atvinnumaður í greininni og skal engan undra. Tugmilljónir manna horfa á hvert það myndskeið sem Danny birtir á vefnum af hjólreiðatækni sinni. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent
Danny MacAskill hefur birt ófá myndskeiðin þar sem hæfileikar hans á fjallahjóli koma í ljós. Hann gerir hluti sem eðlisfræðin nánast leyfir ekki og hættulega hluti sem engum heilvita manni dytti í hug að reyna. Hann heimsótti um daginn sveitirnar í Skotlandi og lék sér þar sem mest hann mátti og storkaði þyngdarlögmálinu oftsinnis. Ekki er að spyrja að fegurð skosku sveitanna en fæstir munu taka eftir því við að horfa á hæfileika Danny, sem á örugglega fáa sína líka. Danny MacAskill er sjálfur frá Skotlandi, eða frá eyjunni Isle of Skye og er 28 ára gamall og fæddur á Þorláksmessu árið 1987. Hann byrjaði að birta myndbönd af hjólahæfileikum sínum árið 2009 en hann æfir þessi ótrúlegu hjólatrikk sín í nokkra tíma á dag og hefur gert það síðustu 12 árin. Hann hætti starfi sínu sem vélvirki til að helga sig alfarið æfingum á hjóli sínu og er atvinnumaður í greininni og skal engan undra. Tugmilljónir manna horfa á hvert það myndskeið sem Danny birtir á vefnum af hjólreiðatækni sinni.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent