Segir innköllun Drekaleyfa þýða milljarðaskaðabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2016 20:00 Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið sem hélt á Drekasvæðið frá Reyðarfirði í fyrrahaust á vegum CNOOC-hópsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. Hann segir ekki hægt að breyta leikreglum eftirá. Þrír iðnaðarráðherrar Samfylkingarinnar voru í lykilstöðum þegar olíuleitin var boðin út, fyrst Össur Skarphéðinsson en síðan þær Katrín Júlíusdóttir og Oddný Harðardóttir. Þáverandi formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, var svo orðinn ráðherra málaflokksins þegar fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Aðild kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC gæti þó ráðið úrslitum um framvindu olíuleitarinnar en tilkynnt var um hana sex vikum eftir Kínaheimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur en þar var fríverslunarsamningur ríkjanna undirritaður. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, afhenti fyrstu leyfin í janúar 2013 að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs.Vísir/Stefán En straumar í stjórnmálum hafa breyst. Flokkar sem áður stóðu fyrir því að úthluta leyfunum vilja núna að hætt verði við allt saman. Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kveðst hissa, - segir leitar- og vinnsluleyfin byggja á mjög faglegum vinnubrögðum. Þau byggi á norskri fyrirmynd og á alþjóðlegum samningum. „Þannig að ef einhver ætlar að gerast svo djarfur að innkalla leyfin þá er hann að brjóta milliríkjasamninga; við Kína, við Noreg, - og samninginn sem var lagður til grundvallar olíuskiptum þarna árið 1981, - við Noreg. Svo er hann væntanlega að brjóta líka samninga við Kanada og Bretland útaf Ithaca-leyfinu. Þannig að þá eru íslensk stjórnvöld orðin margbrotleg við alþjóðasamninga. Ég efast um að nokkur vilji gerast sekur um slíkt,“ segir Heiðar og telur að slíkt hefði víðtæk áhrif. „Það myndi náttúrlega gera það að verkum að menn myndu ekki þora að fjárfesta hérna vegna þess að eignarrétturinn væri ekki mikils virði og það væri hægt að breyta leikreglum eftirá. En ég bara hreinlega trúi því ekki að einhver vilji leggja út í slíka ógæfuför.“ Rannsóknaskipið Harrier Explorer á ytri höfninni í Reykjavík síðastliðið sumar áður en það hélt á Drekasvæðið á vegum Ithaca-hópsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þá eru sérleyfishafarnir þegar búnir að kosta miklu til, meðal annars með rannsóknarleiðöngrum. „Við erum búnir að eyða milljörðum í þetta. Það væru nú svona lágmarks skaðabætur sem maður myndi fara fram á. En á þeim tíma sem við höfum verið að vinna leyfið þá hefur þetta svæði margfaldast að verðgildi. Þannig að ég skil ekki þá aðila sem eru að halda svona fram. Þeir þurfa auðvitað að skoða það í hverju þetta endar, ef þeir ætla sér að fara í svona æfingar.“ Hér má sjá viðtal Stöðvar 2 við Heiðar Guðjónsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00 "Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC stefnir á fyrstu boranir árið 2020. 11. október 2016 20:00 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Innköllun sérleyfa á Drekasvæðinu yrði brot á milliríkjasamningum og myndi kalla á milljarðaskaðabætur, að mati stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. Hann segir ekki hægt að breyta leikreglum eftirá. Þrír iðnaðarráðherrar Samfylkingarinnar voru í lykilstöðum þegar olíuleitin var boðin út, fyrst Össur Skarphéðinsson en síðan þær Katrín Júlíusdóttir og Oddný Harðardóttir. Þáverandi formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, var svo orðinn ráðherra málaflokksins þegar fyrstu sérleyfunum var úthlutað. Aðild kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC gæti þó ráðið úrslitum um framvindu olíuleitarinnar en tilkynnt var um hana sex vikum eftir Kínaheimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur en þar var fríverslunarsamningur ríkjanna undirritaður. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, afhenti fyrstu leyfin í janúar 2013 að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs.Vísir/Stefán En straumar í stjórnmálum hafa breyst. Flokkar sem áður stóðu fyrir því að úthluta leyfunum vilja núna að hætt verði við allt saman. Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kveðst hissa, - segir leitar- og vinnsluleyfin byggja á mjög faglegum vinnubrögðum. Þau byggi á norskri fyrirmynd og á alþjóðlegum samningum. „Þannig að ef einhver ætlar að gerast svo djarfur að innkalla leyfin þá er hann að brjóta milliríkjasamninga; við Kína, við Noreg, - og samninginn sem var lagður til grundvallar olíuskiptum þarna árið 1981, - við Noreg. Svo er hann væntanlega að brjóta líka samninga við Kanada og Bretland útaf Ithaca-leyfinu. Þannig að þá eru íslensk stjórnvöld orðin margbrotleg við alþjóðasamninga. Ég efast um að nokkur vilji gerast sekur um slíkt,“ segir Heiðar og telur að slíkt hefði víðtæk áhrif. „Það myndi náttúrlega gera það að verkum að menn myndu ekki þora að fjárfesta hérna vegna þess að eignarrétturinn væri ekki mikils virði og það væri hægt að breyta leikreglum eftirá. En ég bara hreinlega trúi því ekki að einhver vilji leggja út í slíka ógæfuför.“ Rannsóknaskipið Harrier Explorer á ytri höfninni í Reykjavík síðastliðið sumar áður en það hélt á Drekasvæðið á vegum Ithaca-hópsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þá eru sérleyfishafarnir þegar búnir að kosta miklu til, meðal annars með rannsóknarleiðöngrum. „Við erum búnir að eyða milljörðum í þetta. Það væru nú svona lágmarks skaðabætur sem maður myndi fara fram á. En á þeim tíma sem við höfum verið að vinna leyfið þá hefur þetta svæði margfaldast að verðgildi. Þannig að ég skil ekki þá aðila sem eru að halda svona fram. Þeir þurfa auðvitað að skoða það í hverju þetta endar, ef þeir ætla sér að fara í svona æfingar.“ Hér má sjá viðtal Stöðvar 2 við Heiðar Guðjónsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00 "Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC stefnir á fyrstu boranir árið 2020. 11. október 2016 20:00 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00
"Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC stefnir á fyrstu boranir árið 2020. 11. október 2016 20:00
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur