Bílasala í Evrópu jókst um 7,3% í september Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 11:50 Bílaumferð á Spáni. Góð bílasala í Evrópu á árinu hélt áfram í nýliðnum september og seldust 7,3% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína, þó ekki Peugeot-Citroën og Volkswagen heldur áfram að tapa markaðshlutdeild. Heildarsala í álfunni nam 1.496 þúsund bílum, en salan í fyrra var 1.395 þúsund bílar, eða aukning um 101.000 bíla. Langur vegur er milli gengi franska bílasmiðsins Renault, sem náði 19% aukningu í september og Peugeot-Citroën sem upplifði 5,8% samdrátt. Mikil sala í Renault Captur, Kadjar, Talisman og Espace var helsta ástæðan fyrir frábærri sölu bíla Renault. Sala Fiat-Chrysler jókst um 14% en sala Opel/Vauxhall jókst aðeins um 3,9%. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar jókst um 5,6%, en Skoda náði mestri aukningu, eða 8,9%, Audi 8,5% og Porsche 8,4%. Volkswagen bílar náðu hinsvegar aðeins 3,8% aukningu. Kia gekk best meðal asísku framleiðendanna og var með 12% aukningu, Toyota 7,6% og Nissan 3,2%. Sala bíla í Evrópu á fyrstu 9 mánuðum ársins er nú 7,7% meiri en í fyrra og stendur nú í 11,6 milljón bílum. Sala bíla í álfunni hefur verið með ágætum allt frá áriunu 2013, eftir samdráttarskeið frá hruni. Mest aukning í bílasölu í september varð á Ítalíu, eða 17% og 14% á Spáni og 9,4% í Þýskalandi. Aðeins varð þó 2,5% aukning í Frakklandi og 1,6% í Bretlandi. Aukning í bílasölu hér á landi í september varð þó meiri en í öllum þessum löndum. Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent
Góð bílasala í Evrópu á árinu hélt áfram í nýliðnum september og seldust 7,3% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína, þó ekki Peugeot-Citroën og Volkswagen heldur áfram að tapa markaðshlutdeild. Heildarsala í álfunni nam 1.496 þúsund bílum, en salan í fyrra var 1.395 þúsund bílar, eða aukning um 101.000 bíla. Langur vegur er milli gengi franska bílasmiðsins Renault, sem náði 19% aukningu í september og Peugeot-Citroën sem upplifði 5,8% samdrátt. Mikil sala í Renault Captur, Kadjar, Talisman og Espace var helsta ástæðan fyrir frábærri sölu bíla Renault. Sala Fiat-Chrysler jókst um 14% en sala Opel/Vauxhall jókst aðeins um 3,9%. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar jókst um 5,6%, en Skoda náði mestri aukningu, eða 8,9%, Audi 8,5% og Porsche 8,4%. Volkswagen bílar náðu hinsvegar aðeins 3,8% aukningu. Kia gekk best meðal asísku framleiðendanna og var með 12% aukningu, Toyota 7,6% og Nissan 3,2%. Sala bíla í Evrópu á fyrstu 9 mánuðum ársins er nú 7,7% meiri en í fyrra og stendur nú í 11,6 milljón bílum. Sala bíla í álfunni hefur verið með ágætum allt frá áriunu 2013, eftir samdráttarskeið frá hruni. Mest aukning í bílasölu í september varð á Ítalíu, eða 17% og 14% á Spáni og 9,4% í Þýskalandi. Aðeins varð þó 2,5% aukning í Frakklandi og 1,6% í Bretlandi. Aukning í bílasölu hér á landi í september varð þó meiri en í öllum þessum löndum.
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent