Nýr Lexus CT 200h Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 16:02 Gæti næsta kynslóð Lexus CT 200h litið svona út? Lexus CT 200h var fyrsti stallbakur heims í lúxusbílaflokki með hybrid tækni þegar hann fyrst kom fram árið 2011 og nú er komið að annarri kynslóð bílsins. Þessar myndir af bílnum hafa flogið um lýðnetið áður en að formlegri kynningu hans kemur, en hér er um að ræða ágiskun frá bílatímaritinu OmniAuto sem tekið hafa mið af þeim upplýsingum sem borist hafa úr herbúðum Lexus um breytingarnar á bílnum. Lexus seldi aðeins 14.657 eintök af Lexus CT 200h í fyrra og því verður hann ekki sagður mjög mikilvægur bíll í framleiðslulínu Lexus. Jafnvel hafði verðið búist við því að Lexus myndi hætta smíði hans alfarið, en nú er ljóst að önnur kynslóð hans er á leiðinni og verður boðinn til sölu á næsta ári. Nýi bíllinn verður bæði lengri og breiðari og með grimmari framenda, líkt og aðrir nýir bílar Lexus nú og með risastórt grill. LED aðalljós og stór loftinntök að framan gera bílinn laglegan að framan og stærri hjólaskálar gera hann sportlegri að auki. Bíllinn verður öllu stærri að innan, enda getur núverandi CT 200h tæplega talist rúmur bíll og þar er lítið fótarými fyrir afturrsætisfarþega og lítið skott. Nýr CT 200h verður áfram Hydrid-bíll og með 1,8 lítra VVT-i bensínvél sem skila mun meira afli en forverinn. Þetta er sami drifbúnaður og er í 2016 árgerðinni af Toyota Prius, en sá bíll er með uppgefna eyðslu uppá einungis 4,5 lítra. Bíllinn verður einnig á sama undirvagni og Toyota Prius. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent
Lexus CT 200h var fyrsti stallbakur heims í lúxusbílaflokki með hybrid tækni þegar hann fyrst kom fram árið 2011 og nú er komið að annarri kynslóð bílsins. Þessar myndir af bílnum hafa flogið um lýðnetið áður en að formlegri kynningu hans kemur, en hér er um að ræða ágiskun frá bílatímaritinu OmniAuto sem tekið hafa mið af þeim upplýsingum sem borist hafa úr herbúðum Lexus um breytingarnar á bílnum. Lexus seldi aðeins 14.657 eintök af Lexus CT 200h í fyrra og því verður hann ekki sagður mjög mikilvægur bíll í framleiðslulínu Lexus. Jafnvel hafði verðið búist við því að Lexus myndi hætta smíði hans alfarið, en nú er ljóst að önnur kynslóð hans er á leiðinni og verður boðinn til sölu á næsta ári. Nýi bíllinn verður bæði lengri og breiðari og með grimmari framenda, líkt og aðrir nýir bílar Lexus nú og með risastórt grill. LED aðalljós og stór loftinntök að framan gera bílinn laglegan að framan og stærri hjólaskálar gera hann sportlegri að auki. Bíllinn verður öllu stærri að innan, enda getur núverandi CT 200h tæplega talist rúmur bíll og þar er lítið fótarými fyrir afturrsætisfarþega og lítið skott. Nýr CT 200h verður áfram Hydrid-bíll og með 1,8 lítra VVT-i bensínvél sem skila mun meira afli en forverinn. Þetta er sami drifbúnaður og er í 2016 árgerðinni af Toyota Prius, en sá bíll er með uppgefna eyðslu uppá einungis 4,5 lítra. Bíllinn verður einnig á sama undirvagni og Toyota Prius.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent