Kári Stefáns: Hvetur Bjarna til þess að segja af sér Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2016 11:19 Kári segir í greininni ekki trúa því að Bjarni sé spilltur stjórnmálamaður en segir hann þó vera á rangri hillu í lífinu. Vísir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hvetur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að segja af sér sem stjórnmálamaður í aðsendri grein er birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann Bjarna vera bisnessmann á röngum stað og að það sé öllum ljóst að honum líði betur á vettvangi viðskipta en stjórnmála. Bréfið er skrifað sem nokkurs konar áskorun á Bjarna en fjármálaráðherra afþakkaði boð um að setjast niður með Kára í beinni útsendingu á Stöð 2 til þess að ræða um heilbrigðiskerfið. Kári skorar aftur á hann til að mæta sér í sjónvarpssal fyrir kosningar.Segir Sjálfstæðisflokk ekki vilja viðurkenna vandannKári hefur sakað ríkisstjórnina um að fjársvelta heilbrigðiskerfið í þeim tilgangi að einkavæða hluta þess. Þannig myndist staða þar sem þeir sem efnaðri séu fái aðgang að betri heilbrigðisþjónustu. Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings. Þar sagði Bjarni að það væri hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín en að hinir gætu séð um sig sjálfir. Hann undrast á nýju myndefni Sjálfstæðisflokksins þar sem endurreisn heilbrigðiskerfisins er talin upp sem ein af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Með þessu segir Kári Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja viðurkenna þann vanda sem sé fyrir hendi. Þar af leiðandi sé lítið gert úr skoðun þeirra 86.500 einstaklinga sem skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja 11 prósent af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Kári segir marga sjúklinga á Íslandi í þeirri stöðu að eiga ekki efni á að leysa út lyf í lok mánaðarins og segir marga hafa neyðst til þess að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum. Kosningar 2016 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hvetur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að segja af sér sem stjórnmálamaður í aðsendri grein er birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann Bjarna vera bisnessmann á röngum stað og að það sé öllum ljóst að honum líði betur á vettvangi viðskipta en stjórnmála. Bréfið er skrifað sem nokkurs konar áskorun á Bjarna en fjármálaráðherra afþakkaði boð um að setjast niður með Kára í beinni útsendingu á Stöð 2 til þess að ræða um heilbrigðiskerfið. Kári skorar aftur á hann til að mæta sér í sjónvarpssal fyrir kosningar.Segir Sjálfstæðisflokk ekki vilja viðurkenna vandannKári hefur sakað ríkisstjórnina um að fjársvelta heilbrigðiskerfið í þeim tilgangi að einkavæða hluta þess. Þannig myndist staða þar sem þeir sem efnaðri séu fái aðgang að betri heilbrigðisþjónustu. Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings. Þar sagði Bjarni að það væri hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín en að hinir gætu séð um sig sjálfir. Hann undrast á nýju myndefni Sjálfstæðisflokksins þar sem endurreisn heilbrigðiskerfisins er talin upp sem ein af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Með þessu segir Kári Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja viðurkenna þann vanda sem sé fyrir hendi. Þar af leiðandi sé lítið gert úr skoðun þeirra 86.500 einstaklinga sem skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja 11 prósent af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Kári segir marga sjúklinga á Íslandi í þeirri stöðu að eiga ekki efni á að leysa út lyf í lok mánaðarins og segir marga hafa neyðst til þess að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum.
Kosningar 2016 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira