Smalling: Þetta er hinn eini sanni leikur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 06:00 Chris Smalling verður væntanlega í vörn Manchester United gegn Liverpool annað kvöld. Vísir/Getty Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir gegn Liverpool séu ávallt sérstakir. Það er mikil eftirvænting fyrir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Liverpool hefur farið geysivel af stað í deildinni undir stjórn Jurgen Klopp og United liðið má ekki við því að missa liðið frá Bítlaborginni lengra fram úr sér. Liverpool er þremur stigum á undan United í töflunni. „Þetta hafa alltaf verið erfiðir leikir,“ segir Chris Smalling í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV. „Þegar ég kom hingað fyrst spurðu allir hvort ég vissi ekki um ríginn á milli City og United. En Liverpool - það er hinn eini sanni leikur. Það hefur verið mikill rígur í gegnum árin og okkur var strax gert grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir væru.“ Smalling segir að varnarmenn liðsins þurfi að vera sérstaklega vakandi þegar þeir mæta pressunni frá Liverpool. „Liverpool er lið sem pressar hátt, við vitum það og við undirbúum okkur þannig. Þetta verður ekki auðvelt fyrir okkur varnarmennina og það verður erfitt að spila boltanum út úr vörninni. Ef þú kemur boltanum ekki áfram þá verður þú tæklaður,“ bætti Smalling við en pressa Liverpool hefur skapað ófá mörk síðan Jurgen Klopp tók við stjórn liðsins fyrir ári síðan. Smalling býst við rosalegri stemmningu á Anfield og segir að Jose Mourinho hafi undirbúið leikmenn liðsins vel. „Þjálfarinn hefur talað um að við þurfum að hafa stjórn á tilfinningunum því jafnvel leikmenn sem hafa ekki verið lengi hjá United vita hversu mikilvægur leikurinn er. Það sem skiptir máli er að við séum rólegir og höldum öllum leikmönnunum inni á vellinum.“ „Það er erfitt að koma skilaboðum áleiðis í hávaðanum á leikvanginum og andrúmsloftið er magnað," bætti Smalling við og sagði jafnframt að það væri enginn betri staður fyrir United að vinna leik en einmitt á Anfield. „Það er það svo sannarlega ekki. Ég hef unnið þar í nokkur skipti og tilfinningin er frábær að ná að gera stuðningsmennina ánægða og halda aftur til baka til Manchester með bros á vör,“ sagði Smalling að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira