Hættir Toyota framleiðslu Avensis? Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2016 13:16 Toyota Avensis. Toyota menn liggja nú undir feldi varðandi framtíð Avensis bíls síns en bílar í þessum D-stærðarflokki eiga nú undir högg að sækja í samkeppninni við jepplinga. Því kemur til greina hjá Toyota að hætta alfarið framleiðslu hans og leggja þess í stað áherslu á framleiðslu bíls í þeim flokkum sem ganga vel, þá einna helst í flokki jepplinga. Toyota Avensis er nú af þriðju kynslóð, sú fyrsta kom fram árið 1997 og núverandi bíll er síðan 2009, en hann hefur þó fengið heilmikla andlitslyftingu síðan þá, síðast í fyrra og er allur hinn laglegasti. Toyota Avensis á margan keppinautinn í þessum D-stærðarflokki bíla svo sem Ford Mondeo, Volkswagen Passat, Mazda6, Opel Insignia, Subaru Legacy, Honda Accord, Renault Talisman og Peugeot 406, svo einhverjir séu nefndir. Því má að auki segja að slagurinn standi ekki síður gegn þessum bílum en ógninni frá jepplingum. Sala á Avensis er alls ekki slæm að sögn Toyota, en þar á bæ vilja menn samt horfa til framtíðar og þeirrar staðreyndar að bílar í þessum flokki eiga undir högg að sækja. Því gæti reynst arðvænlegra að leggja fremur alla krafta sína í bíla sem höfða meira til kaupenda nú. Margur bílablaðamaðurinn furðar sig á vinsældum jepplinga umfram bíla í þessum D-stærðarflokki, ekki síst í ljósi þess að þeir eru yfirleitt með betri aksturseiginleika, meira flutningsrými í langbaksgerðum þeirra og eru yfirleitt ódýrari að auki. Það þarf samt alltaf að uppfylla óskir kaupenda og tryggja árangur í sölu og því bíður þeirra Toyota-manna erfitt verkefni. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent
Toyota menn liggja nú undir feldi varðandi framtíð Avensis bíls síns en bílar í þessum D-stærðarflokki eiga nú undir högg að sækja í samkeppninni við jepplinga. Því kemur til greina hjá Toyota að hætta alfarið framleiðslu hans og leggja þess í stað áherslu á framleiðslu bíls í þeim flokkum sem ganga vel, þá einna helst í flokki jepplinga. Toyota Avensis er nú af þriðju kynslóð, sú fyrsta kom fram árið 1997 og núverandi bíll er síðan 2009, en hann hefur þó fengið heilmikla andlitslyftingu síðan þá, síðast í fyrra og er allur hinn laglegasti. Toyota Avensis á margan keppinautinn í þessum D-stærðarflokki bíla svo sem Ford Mondeo, Volkswagen Passat, Mazda6, Opel Insignia, Subaru Legacy, Honda Accord, Renault Talisman og Peugeot 406, svo einhverjir séu nefndir. Því má að auki segja að slagurinn standi ekki síður gegn þessum bílum en ógninni frá jepplingum. Sala á Avensis er alls ekki slæm að sögn Toyota, en þar á bæ vilja menn samt horfa til framtíðar og þeirrar staðreyndar að bílar í þessum flokki eiga undir högg að sækja. Því gæti reynst arðvænlegra að leggja fremur alla krafta sína í bíla sem höfða meira til kaupenda nú. Margur bílablaðamaðurinn furðar sig á vinsældum jepplinga umfram bíla í þessum D-stærðarflokki, ekki síst í ljósi þess að þeir eru yfirleitt með betri aksturseiginleika, meira flutningsrými í langbaksgerðum þeirra og eru yfirleitt ódýrari að auki. Það þarf samt alltaf að uppfylla óskir kaupenda og tryggja árangur í sölu og því bíður þeirra Toyota-manna erfitt verkefni.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent