Stjórnarflokkarnir eiga litla möguleika á stjórnarmyndun eftir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2016 19:15 Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn. Kosningar 2016 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn.
Kosningar 2016 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira