Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Skotland 2-0 | Strákarnir einum sigri frá EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2016 18:45 Elías Már Ómarsson skoraði seinna mark Íslands. vísir/ernir Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri færðist í dag nær markmiði sínu að komast á EM 2017 þegar það vann Skota með tveimur mörkum gegn engu í Víkinni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni en með sigri á Úkraínu í þeim síðasta á þriðjudaginn tryggja íslensku strákarnir sér sæti í lokakeppni EM á næsta ári. Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Í millitíðinni varði Rúnar Alex Rúnarsson vítaspyrnu frá Oliver McBurnie. Aðstæður voru erfiðar í dag og buðu ekki upp á neinn glansfótbolta. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Hvorugt liðið náði upp neinu spili en Skotar fengu besta færið þegar Rúnar varði frá Ryan Burnie sem komst einn í gegn eftir klaufagang í íslensku vörninni. Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleikurinn var miklu betri hjá íslenska liðinu. Eftir aðeins tveggja mínútna leik kom Aron Elís Íslandi yfir með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Böðvars Böðvarssonar. Aðeins þremur mínútum síðar fengu Skotar upplægt tækifæri til að jafna þegar Rúnar braut á McBurnie innan vítateigs. Hann fór sjálfur á punktinn en Rúnar varði vel. Mikilvæg varsla og á góðum tímapunkti. Íslenska liðið hélt áfram að ógna. Heiðar Ægisson átti t.a.m. skot sem Ryan Fulton, góður markvörður Skota, varði í stöngina. Á 66. mínútu skoraði Elías Már svo annað markið eftir laglegt samspil við Kristján Flóka Finnbogason. Elías Már hefur verið sjóðheitur með IFK Gautaborg að undanförnu og hann breimaði af sjálfstrausti í leiknum í dag. Aðeins mínútu eftir markið átti Liam Henderson frábært skot sem small í stönginni. Hardie fékk sömuleiðis dauðafæri eftir mistök í íslensku vörninni en Rúnar varði vel. Elías Már og Kristján Flóki fengu svo báðir tækifæri til að skora sem ekki nýttust. Það breytti þó engu um niðurstöðuna. Ísland vann góðan sigur og er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Póllandi á næsta ári.Eyjólfur: Vorum of ragir í fyrri hálfleik Eyjólfur Sverrisson er einum sigri frá því að koma íslenska U-21 árs landsliðinu í annað sinn í lokakeppni EM. Ísland vann 2-0 sigur á Skotlandi í Víkinni í dag og er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti á EM 2017. „Þetta voru erfiðar aðstæður og í fyrri hálfleik vorum við of ragir og ekki nógu ákveðnir í okkar aðgerðum. Við vorum að spara og okkur spekúlera í vindinum í stað þess að spila okkar leik eins og við höfum alltaf gert í keppninni,“ sagði Eyjólfur í samtali við Vísi eftir leik. „Við gerðum það virkilega vel í seinni hálfleiknum sem var glimarandi hjá okkur. Við fengum fullt af færum og ógnuðum á bak við þá.“ Skömmu eftir að Aron Elís Þrándarson kom Íslandi í 1-0 varði Rúnar Alex Rúnarsson vítaspyrnu. „Tímasetningin gat ekki verið betri og ég ánægður með hvernig við svöruðum því. Við fórum ekki í panikk og héldum áfram að spila okkar leik,“ sagði Eyjólfur. Á þriðjudaginn mætir Ísland Úkraínu á Laugardalsvellinum og með sigri þar tryggir íslenska liðið sér farseðilinn til Póllands þar sem lokakeppnin fer fram. „Við erum komnir með alvöru leik og við ætlum að klára hann. Það verður hörkuleikur og það eru allir spenntir fyrir honum,“ sagði þjálfarinn að lokum.Aron Elís: Hafði alltaf trú á því að við myndum klára þetta Aron Elís Þrándarson sneri aftur á sinn gamla heimavöll í dag þegar íslenska U-21 árs landsliðið lagði Skota að velli, 2-0, í undankeppni EM 2017. Aron Elís, sem er uppalinn Víkingur, kom Íslandi á bragðið þegar hann skoraði eftir aukaspyrnu Böðvars Böðvarssonar í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var það sem við stefndum að. Við ætluðum að vinna þennan leik og komast í úrslitaleik um sæti á EM,“ sagði Aron Elís eftir leik. Aðstæður voru afar erfiðar í dag og frammistaða íslenska liðsins í fyrri hálfleik var ekki góð. En hvað breyttist í seinni hálfleik? „Það var smá skrekkur í okkur í fyrri hálfleik og þetta var erfitt í vindinum og boltinn var mikið út af. En í seinni hálfleiknum vorum við miklu betri og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Aron Elís. „Það var mikilvægt að fá mark snemma í seinni hálfleik því við vissum að við værum á móti erfiðum vindi. Ég hafði alltaf trú á því að við værum að fara að klára þetta, jafnvel þegar þeir fengu vítið,“ sagði Aron Elís og vísaði til vítaspyrnunnar sem Rúnar Alex Rúnarsson varði skömmu eftir að hann kom Íslandi yfir. „Þetta var frábær tímasetning og eftir það fannst mér við allir gefa mikið í. Okkur langaði þetta mikið.“ Framundan er leikur gegn Úkraínumönnum á þriðjudaginn og með sigri þar tryggir Ísland sér sæti á EM í Póllandi á næsta ári. „Við ætlum okkur alla leið. Við sögðum það í upphafi undankeppninnar og nú erum við komnir í úrslitaleik. Það verður bara spennandi,“ sagði Aron Elís að endingu.Ísland er í dauðafæri til að komast á EM.vísir/ernirAron Elís spilaði vel í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.vísir/ernir Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Sjá meira
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri færðist í dag nær markmiði sínu að komast á EM 2017 þegar það vann Skota með tveimur mörkum gegn engu í Víkinni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í dag og tók meðfylgjandi myndir. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í undankeppninni en með sigri á Úkraínu í þeim síðasta á þriðjudaginn tryggja íslensku strákarnir sér sæti í lokakeppni EM á næsta ári. Aron Elís Þrándarson og Elías Már Ómarsson skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Í millitíðinni varði Rúnar Alex Rúnarsson vítaspyrnu frá Oliver McBurnie. Aðstæður voru erfiðar í dag og buðu ekki upp á neinn glansfótbolta. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Hvorugt liðið náði upp neinu spili en Skotar fengu besta færið þegar Rúnar varði frá Ryan Burnie sem komst einn í gegn eftir klaufagang í íslensku vörninni. Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleikurinn var miklu betri hjá íslenska liðinu. Eftir aðeins tveggja mínútna leik kom Aron Elís Íslandi yfir með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Böðvars Böðvarssonar. Aðeins þremur mínútum síðar fengu Skotar upplægt tækifæri til að jafna þegar Rúnar braut á McBurnie innan vítateigs. Hann fór sjálfur á punktinn en Rúnar varði vel. Mikilvæg varsla og á góðum tímapunkti. Íslenska liðið hélt áfram að ógna. Heiðar Ægisson átti t.a.m. skot sem Ryan Fulton, góður markvörður Skota, varði í stöngina. Á 66. mínútu skoraði Elías Már svo annað markið eftir laglegt samspil við Kristján Flóka Finnbogason. Elías Már hefur verið sjóðheitur með IFK Gautaborg að undanförnu og hann breimaði af sjálfstrausti í leiknum í dag. Aðeins mínútu eftir markið átti Liam Henderson frábært skot sem small í stönginni. Hardie fékk sömuleiðis dauðafæri eftir mistök í íslensku vörninni en Rúnar varði vel. Elías Már og Kristján Flóki fengu svo báðir tækifæri til að skora sem ekki nýttust. Það breytti þó engu um niðurstöðuna. Ísland vann góðan sigur og er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Póllandi á næsta ári.Eyjólfur: Vorum of ragir í fyrri hálfleik Eyjólfur Sverrisson er einum sigri frá því að koma íslenska U-21 árs landsliðinu í annað sinn í lokakeppni EM. Ísland vann 2-0 sigur á Skotlandi í Víkinni í dag og er komið í dauðafæri til að tryggja sér sæti á EM 2017. „Þetta voru erfiðar aðstæður og í fyrri hálfleik vorum við of ragir og ekki nógu ákveðnir í okkar aðgerðum. Við vorum að spara og okkur spekúlera í vindinum í stað þess að spila okkar leik eins og við höfum alltaf gert í keppninni,“ sagði Eyjólfur í samtali við Vísi eftir leik. „Við gerðum það virkilega vel í seinni hálfleiknum sem var glimarandi hjá okkur. Við fengum fullt af færum og ógnuðum á bak við þá.“ Skömmu eftir að Aron Elís Þrándarson kom Íslandi í 1-0 varði Rúnar Alex Rúnarsson vítaspyrnu. „Tímasetningin gat ekki verið betri og ég ánægður með hvernig við svöruðum því. Við fórum ekki í panikk og héldum áfram að spila okkar leik,“ sagði Eyjólfur. Á þriðjudaginn mætir Ísland Úkraínu á Laugardalsvellinum og með sigri þar tryggir íslenska liðið sér farseðilinn til Póllands þar sem lokakeppnin fer fram. „Við erum komnir með alvöru leik og við ætlum að klára hann. Það verður hörkuleikur og það eru allir spenntir fyrir honum,“ sagði þjálfarinn að lokum.Aron Elís: Hafði alltaf trú á því að við myndum klára þetta Aron Elís Þrándarson sneri aftur á sinn gamla heimavöll í dag þegar íslenska U-21 árs landsliðið lagði Skota að velli, 2-0, í undankeppni EM 2017. Aron Elís, sem er uppalinn Víkingur, kom Íslandi á bragðið þegar hann skoraði eftir aukaspyrnu Böðvars Böðvarssonar í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var það sem við stefndum að. Við ætluðum að vinna þennan leik og komast í úrslitaleik um sæti á EM,“ sagði Aron Elís eftir leik. Aðstæður voru afar erfiðar í dag og frammistaða íslenska liðsins í fyrri hálfleik var ekki góð. En hvað breyttist í seinni hálfleik? „Það var smá skrekkur í okkur í fyrri hálfleik og þetta var erfitt í vindinum og boltinn var mikið út af. En í seinni hálfleiknum vorum við miklu betri og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Aron Elís. „Það var mikilvægt að fá mark snemma í seinni hálfleik því við vissum að við værum á móti erfiðum vindi. Ég hafði alltaf trú á því að við værum að fara að klára þetta, jafnvel þegar þeir fengu vítið,“ sagði Aron Elís og vísaði til vítaspyrnunnar sem Rúnar Alex Rúnarsson varði skömmu eftir að hann kom Íslandi yfir. „Þetta var frábær tímasetning og eftir það fannst mér við allir gefa mikið í. Okkur langaði þetta mikið.“ Framundan er leikur gegn Úkraínumönnum á þriðjudaginn og með sigri þar tryggir Ísland sér sæti á EM í Póllandi á næsta ári. „Við ætlum okkur alla leið. Við sögðum það í upphafi undankeppninnar og nú erum við komnir í úrslitaleik. Það verður bara spennandi,“ sagði Aron Elís að endingu.Ísland er í dauðafæri til að komast á EM.vísir/ernirAron Elís spilaði vel í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.vísir/ernir
Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Sjá meira