Audi A9 og Porsche Panamera Coupe á sama undirvagni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 10:49 Audi A9 Coupe særir ekki beint augun. Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent
Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent