Samningaviðræður um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. september 2016 19:00 Reykjavíkurborg og Útlendingastofnun eru langt komnar í samningaviðræðum um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar við þá níutíu sem hún hýsir í dag. Ástand í húsnæðismálum hælisleitenda er slæmt og leitar Útlendingastofnun allra leiða til að bæta úr því. Húsnæðismál hælisleitenda eru í ólestri en aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á einu ári hér á landi. Umsóknir á árinu er þegar yfir fimm hundruð. Borgin og Útlendingastofnun funduðu um málið í gær og ganga samningaviðræður vel. Samningur verður líklegast undirritaður á næstu dögum. „Við erum að vonast til að geta tekið við í okkar þjónustu væntanlega í kring um 100 manns á einhverjum tíma í viðbót við þá níutíu sem þegar eru í þjónustu,“ segir Anna Krisinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Náist samningar muni borgarráð taka endanlega ákvörðun í málinu. Borgin vinnur nú að því að finna húsnæði. „Við erum að leita logandi ljósi og höfum gert það undanfarnar vikur. Við leitum að ásættanlegu húsnæði,“ segir Anna. Taki borgin við 110 hælisleitendum til viðbótar mun til þess koma í áföngum á næstu vikum og mánuðum en vonir standa til þess að borgin geti tekið við hluta hópsins í október. Anna útskýrir að búsetuúrræðin verði um alla borg en ekki öll á einum stað. Hún segir mikinn vilja hjá borginni í að aðstoða Útlendingastofnun í húsnæðismálum hælisleitenda. „Við erum kannski að axla okkar ábyrgð sem höfuðborg að taka hér vel á móti fólki. Ég er ekki viss um að almenningur verið mikið var við það að hér séu hundrað eða tvö hundruð hælisleitendur hér í þjónustu. Ég held að almenningur verði miklu frekar var við þá ferðamenn sem eru hér,“ segir Anna. Flóttamenn Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Reykjavíkurborg og Útlendingastofnun eru langt komnar í samningaviðræðum um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar við þá níutíu sem hún hýsir í dag. Ástand í húsnæðismálum hælisleitenda er slæmt og leitar Útlendingastofnun allra leiða til að bæta úr því. Húsnæðismál hælisleitenda eru í ólestri en aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á einu ári hér á landi. Umsóknir á árinu er þegar yfir fimm hundruð. Borgin og Útlendingastofnun funduðu um málið í gær og ganga samningaviðræður vel. Samningur verður líklegast undirritaður á næstu dögum. „Við erum að vonast til að geta tekið við í okkar þjónustu væntanlega í kring um 100 manns á einhverjum tíma í viðbót við þá níutíu sem þegar eru í þjónustu,“ segir Anna Krisinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Náist samningar muni borgarráð taka endanlega ákvörðun í málinu. Borgin vinnur nú að því að finna húsnæði. „Við erum að leita logandi ljósi og höfum gert það undanfarnar vikur. Við leitum að ásættanlegu húsnæði,“ segir Anna. Taki borgin við 110 hælisleitendum til viðbótar mun til þess koma í áföngum á næstu vikum og mánuðum en vonir standa til þess að borgin geti tekið við hluta hópsins í október. Anna útskýrir að búsetuúrræðin verði um alla borg en ekki öll á einum stað. Hún segir mikinn vilja hjá borginni í að aðstoða Útlendingastofnun í húsnæðismálum hælisleitenda. „Við erum kannski að axla okkar ábyrgð sem höfuðborg að taka hér vel á móti fólki. Ég er ekki viss um að almenningur verið mikið var við það að hér séu hundrað eða tvö hundruð hælisleitendur hér í þjónustu. Ég held að almenningur verði miklu frekar var við þá ferðamenn sem eru hér,“ segir Anna.
Flóttamenn Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira