Tekst Simeone loks að vinna á Nývangi? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2016 15:15 Simeone bíður enn eftir sínum fyrsta sigri vísir/getty Diego Simeone hefur náð ótrúlegum árangri með Atlético Madrid á undanförnum árum. Argentínumaðurinn bíður samt enn eftir sínum fyrsta sigri á Nývangi, heimavelli Barcelona. Sú bið gæti tekið enda í kvöld þegar lærisveinar Simeones sækja meistarana heim í fyrsta stórleik tímabilsins á Spáni. Þrátt fyrir að hafa ekki náð að vinna leik á Nývangi á Simeone góðar minningar frá vellinum en það var þar sem Atlético Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn árið 2014. Liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Barcelona sem dugði til að vinna titilinn. Liðin mættust tvisvar á Nývangi á síðasta tímabili. Báðir leikirnir fóru 2-1 fyrir Barcelona en Atlético Madrid missti samtals þrjá leikmenn út af með rauð spjöld í þessum tveimur leikjum. Aðeins einu stigi munar á Barcelona og Atlético Madrid fyrir leikinn í kvöld. Börsungar eru í 3. sæti spænsku deildarinnar með níu stig en Madrídarliðið er í því fimmta með átta stig. Simeone segir að Atlético Madrid bíði erfitt verkefni í kvöld, gegn því sem hann telur vera besta lið Spánar. „Þeir halda áfram að spila stórkostlegan fótbolta og eru með einstaklinga sem gera gæfumuninn,“ sagði Simeone sem stytti samning sinn við Atlético Madrid um tvö ár á dögunum.Leikur Barcelona og Atlético Madrid hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD. Spænski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Diego Simeone hefur náð ótrúlegum árangri með Atlético Madrid á undanförnum árum. Argentínumaðurinn bíður samt enn eftir sínum fyrsta sigri á Nývangi, heimavelli Barcelona. Sú bið gæti tekið enda í kvöld þegar lærisveinar Simeones sækja meistarana heim í fyrsta stórleik tímabilsins á Spáni. Þrátt fyrir að hafa ekki náð að vinna leik á Nývangi á Simeone góðar minningar frá vellinum en það var þar sem Atlético Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn árið 2014. Liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Barcelona sem dugði til að vinna titilinn. Liðin mættust tvisvar á Nývangi á síðasta tímabili. Báðir leikirnir fóru 2-1 fyrir Barcelona en Atlético Madrid missti samtals þrjá leikmenn út af með rauð spjöld í þessum tveimur leikjum. Aðeins einu stigi munar á Barcelona og Atlético Madrid fyrir leikinn í kvöld. Börsungar eru í 3. sæti spænsku deildarinnar með níu stig en Madrídarliðið er í því fimmta með átta stig. Simeone segir að Atlético Madrid bíði erfitt verkefni í kvöld, gegn því sem hann telur vera besta lið Spánar. „Þeir halda áfram að spila stórkostlegan fótbolta og eru með einstaklinga sem gera gæfumuninn,“ sagði Simeone sem stytti samning sinn við Atlético Madrid um tvö ár á dögunum.Leikur Barcelona og Atlético Madrid hefst klukkan 20:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.
Spænski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira