Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2016 15:30 Vísir/AFP Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra. MH17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra.
MH17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira