Voru í fangelsi í fjörutíu daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2016 20:00 Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig. Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig.
Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira