Rodgers: Suárez er besti framherji heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 09:30 Brendan Rodgers og Luis Suárez voru góðir saman hjá Liverpool. vísir/getty Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30
Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00