Bæjarar í stuði | Öll úrslitin í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2016 20:45 Thomas Müller hélt upp á 27 ára afmælið með því að skora gegn Rostov. vísir/getty Keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með sjö leikjum. Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach var frestað vegna veðurs. Bayern München átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Rostov að velli á Allianz Arena í D-riðli. Bæjarar hafa farið frábærlega stað á tímabilinu og þeir léku sér að rússneska liðinu sem er að þreyta frumraun sína í Meistaradeildinni. Lokatölur 5-0, Bayern í vil. Joshua Kimmich skoraði tvívegis og Robert Lewandowski, Thomas Müller og Juan Bernat sitt markið hver. Í hinum leik riðilsins mættust PSV Eindhoven og Atlético Madrid í Hollandi. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Saúl Níguez á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, með frábæru skoti eftir hornspyrnu. Góð byrjun hjá Atlético sem hefur tvisvar komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á undanförnum þremur árum. Í B-riðli gerði Napoli góða ferð til Kænugarðs og vann 1-2 sigur á Dynamo Kiev. Arek Milik, maðurinn sem á að taka við keflinu af Gonzalo Higuaín, skoraði bæði mörk Napoli sem lenti undir í leiknum. Í hinum leik B-riðils skildu Benfica og Besiktas jöfn, 1-1. Anderson Talisca, sem er á láni hjá Besiktas frá Benfica, jafnaði metin fyrir Tyrkina með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.Í C-riðli rúllaði Barcelona yfir Celtic en leik Man City og Mönchengladbach var frestað eins og áður sagði.Í A-riðli gerðu Paris Saint-Germain og Arsenal 1-1 jafntefli og það voru einnig lokatölurnar í leik Basel og Ludogorets.A-riðill:PSG 1-1 Arsenal 1-0 Edinson Cavani (1.), 1-1 Alexis Sánchez (77.). Rauð spjöld: Marco Veratti, PSG (90+3.); Oliver Giroud, Arsenal (90+3.).Basel 1-1 Ludogorets 0-1 Jonathan Cafu (45.), 1-1 Renato Steffen (80.).B-riðill:Benfica 1-1 Besiktas 1-0 Franco Cervi (12.), 1-1 Anderson Talisca (90+3.).Dynamo Kiev 1-2 Napoli 1-0 Denys Garmash (26.), 1-1 Arek Milik (36.), 1-2 Milik (45+2.). Rautt spjald: Serhiy Sydorchuk, Dynamo Kiev (68.).C-riðill:Barcelona 7-0 Celtic 1-0 Lionel Messi (3.), 2-0 Messi (27.), 3-0 Neymar (50.), 4-0 Andrés Iniesta (59.), 5-0 Messi (60.), 6-0 Luis Suárez (75.), 7-0 Suárez (88.).Leik Man City og Mönchengladbach var frestað vegna veðurs.D-riðill:Bayern München 5-0 Rostov 1-0 Robert Lewandowski, víti (28.), 2-0 Thomas Müller (45+2.), 3-0 Joshua Kimmich (53.), 4-0 Kimmich (60.), 5-0 Juan Bernat (90.).PSV 0-1 Atlético Madrid 0-1 Saúl Níguez (43.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með sjö leikjum. Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach var frestað vegna veðurs. Bayern München átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Rostov að velli á Allianz Arena í D-riðli. Bæjarar hafa farið frábærlega stað á tímabilinu og þeir léku sér að rússneska liðinu sem er að þreyta frumraun sína í Meistaradeildinni. Lokatölur 5-0, Bayern í vil. Joshua Kimmich skoraði tvívegis og Robert Lewandowski, Thomas Müller og Juan Bernat sitt markið hver. Í hinum leik riðilsins mættust PSV Eindhoven og Atlético Madrid í Hollandi. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Saúl Níguez á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, með frábæru skoti eftir hornspyrnu. Góð byrjun hjá Atlético sem hefur tvisvar komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á undanförnum þremur árum. Í B-riðli gerði Napoli góða ferð til Kænugarðs og vann 1-2 sigur á Dynamo Kiev. Arek Milik, maðurinn sem á að taka við keflinu af Gonzalo Higuaín, skoraði bæði mörk Napoli sem lenti undir í leiknum. Í hinum leik B-riðils skildu Benfica og Besiktas jöfn, 1-1. Anderson Talisca, sem er á láni hjá Besiktas frá Benfica, jafnaði metin fyrir Tyrkina með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.Í C-riðli rúllaði Barcelona yfir Celtic en leik Man City og Mönchengladbach var frestað eins og áður sagði.Í A-riðli gerðu Paris Saint-Germain og Arsenal 1-1 jafntefli og það voru einnig lokatölurnar í leik Basel og Ludogorets.A-riðill:PSG 1-1 Arsenal 1-0 Edinson Cavani (1.), 1-1 Alexis Sánchez (77.). Rauð spjöld: Marco Veratti, PSG (90+3.); Oliver Giroud, Arsenal (90+3.).Basel 1-1 Ludogorets 0-1 Jonathan Cafu (45.), 1-1 Renato Steffen (80.).B-riðill:Benfica 1-1 Besiktas 1-0 Franco Cervi (12.), 1-1 Anderson Talisca (90+3.).Dynamo Kiev 1-2 Napoli 1-0 Denys Garmash (26.), 1-1 Arek Milik (36.), 1-2 Milik (45+2.). Rautt spjald: Serhiy Sydorchuk, Dynamo Kiev (68.).C-riðill:Barcelona 7-0 Celtic 1-0 Lionel Messi (3.), 2-0 Messi (27.), 3-0 Neymar (50.), 4-0 Andrés Iniesta (59.), 5-0 Messi (60.), 6-0 Luis Suárez (75.), 7-0 Suárez (88.).Leik Man City og Mönchengladbach var frestað vegna veðurs.D-riðill:Bayern München 5-0 Rostov 1-0 Robert Lewandowski, víti (28.), 2-0 Thomas Müller (45+2.), 3-0 Joshua Kimmich (53.), 4-0 Kimmich (60.), 5-0 Juan Bernat (90.).PSV 0-1 Atlético Madrid 0-1 Saúl Níguez (43.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira