Markaðir heimsins aftur orðnir talsvert óstöðugir Lars Christensen skrifar 14. september 2016 09:00 Árið 2016 hófst á verulega auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins en svo róuðust markaðirnir aftur í febrúar eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna frestaði frekari stýrivaxtahækkunum. Það hefur sennilega líka stuðlað að jákvæðari viðhorfum á verðbréfamörkuðum heimsins síðan í febrúar að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – hóf í reynd að láta gengi kínverska gjaldmiðilsins, renminbi, síga hægt seinni hluta árs 2015. Þetta, ásamt því að bandaríski seðlabankinn tók upp lausbeislaðri stefnu, olli í raun rýmri peningamarkaðsskilyrðum um allan heim. Síðustu vikuna virðist ástandið hafa breyst til hins verra og þótt breytingin sé ekki dramatísk hafa verðbréfamarkaðirnir selt ódýrt og óstöðugleiki hefur aukist.Áfellist seðlabanka Bandaríkjanna og KínaHvað hefur þá gerst? Enn er það peningamálastefna og aðgerðir tveggja stærstu peningastórveldanna, seðlabanka Bandaríkjanna og Kína, sem valda áhyggjum á mörkuðum heimsins. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur á síðustu vikum gefið til kynna að hún vilji enn hækka stýrivexti fyrr en seinna. Og það þrátt fyrir að þjóðhagfræðilegar tölur fyrir Bandaríkin hafi verið langt frá því að vera glæsilegar og verðbólgan sé vel undir opinberum 2% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Í tilfelli Kína er sérstaklega mikilvægt að taka eftir því að Kína og Bandaríkin hafa gert samkomulag í tengslum við nýlegan G20-fund um að „hagræða“ ekki gengi gjaldmiðla sinna í samkeppnistilgangi. Þetta kann að hljóma vel en staðreyndin er sú að þetta sendir í raun þau skilaboð til markaðanna að Kína sé að binda enda á gengissigið. Þegar upp er staðið er aðeins hægt að túlka fréttaflæði síðustu tveggja vikna þannig að seðlabankar bæði Bandaríkjanna og Kína séu að snúa frá lausbeislaðri peningamálastefnu. Og nú sjáum við afleiðingarnar á mörkuðunum – dollarinn er að styrkjast, verðbréfamarkaðirnir selja, hrávöruverð fellur og almennur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum eykst. Breytingin er enn ekki stórfelld en hún sýnir að vilji, sérstaklega Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma stýrivöxtum í „eðlilegt“ horf er ótímabær. Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðugleika á mörkuðum heimsins, sem í sjálfu sér myndi hafa frekar neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, sem gæti aftur neytt Seðlabankann til að snúa við vaxtahækkunum sínum. Almennt eru seðlabankastjórar um heim allan áfjáðir í að hækka stýrivexti, en hvað peningamálastefnuna varðar er þetta ótímabært og fjármálamarkaðirnir eru nú að segja þeim sem stjórna peningamálastefnunni þetta. Ég er hræddur um að þeir hlusti ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 hófst á verulega auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins en svo róuðust markaðirnir aftur í febrúar eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna frestaði frekari stýrivaxtahækkunum. Það hefur sennilega líka stuðlað að jákvæðari viðhorfum á verðbréfamörkuðum heimsins síðan í febrúar að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína (PBoC) – hóf í reynd að láta gengi kínverska gjaldmiðilsins, renminbi, síga hægt seinni hluta árs 2015. Þetta, ásamt því að bandaríski seðlabankinn tók upp lausbeislaðri stefnu, olli í raun rýmri peningamarkaðsskilyrðum um allan heim. Síðustu vikuna virðist ástandið hafa breyst til hins verra og þótt breytingin sé ekki dramatísk hafa verðbréfamarkaðirnir selt ódýrt og óstöðugleiki hefur aukist.Áfellist seðlabanka Bandaríkjanna og KínaHvað hefur þá gerst? Enn er það peningamálastefna og aðgerðir tveggja stærstu peningastórveldanna, seðlabanka Bandaríkjanna og Kína, sem valda áhyggjum á mörkuðum heimsins. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur á síðustu vikum gefið til kynna að hún vilji enn hækka stýrivexti fyrr en seinna. Og það þrátt fyrir að þjóðhagfræðilegar tölur fyrir Bandaríkin hafi verið langt frá því að vera glæsilegar og verðbólgan sé vel undir opinberum 2% verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Í tilfelli Kína er sérstaklega mikilvægt að taka eftir því að Kína og Bandaríkin hafa gert samkomulag í tengslum við nýlegan G20-fund um að „hagræða“ ekki gengi gjaldmiðla sinna í samkeppnistilgangi. Þetta kann að hljóma vel en staðreyndin er sú að þetta sendir í raun þau skilaboð til markaðanna að Kína sé að binda enda á gengissigið. Þegar upp er staðið er aðeins hægt að túlka fréttaflæði síðustu tveggja vikna þannig að seðlabankar bæði Bandaríkjanna og Kína séu að snúa frá lausbeislaðri peningamálastefnu. Og nú sjáum við afleiðingarnar á mörkuðunum – dollarinn er að styrkjast, verðbréfamarkaðirnir selja, hrávöruverð fellur og almennur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum eykst. Breytingin er enn ekki stórfelld en hún sýnir að vilji, sérstaklega Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma stýrivöxtum í „eðlilegt“ horf er ótímabær. Stýrivaxtahækkun núna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna mun aðeins stigmagna óstöðugleika á mörkuðum heimsins, sem í sjálfu sér myndi hafa frekar neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið, sem gæti aftur neytt Seðlabankann til að snúa við vaxtahækkunum sínum. Almennt eru seðlabankastjórar um heim allan áfjáðir í að hækka stýrivexti, en hvað peningamálastefnuna varðar er þetta ótímabært og fjármálamarkaðirnir eru nú að segja þeim sem stjórna peningamálastefnunni þetta. Ég er hræddur um að þeir hlusti ekki.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar