Powell sagði Trump vera þjóðarskömm Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2016 10:55 Donald Trump og Colin Powell. Vísir/EPA Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn George W. Bush, sagði Donald Trump vera þjóðarskömm og aðhlátursefni á heimsvísu. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Powell sem tölvuþrjótar komust yfir og birtu. Hann sagði „birther“ hreyfinguna sem Trump leiddi vera rasíska. Meðlimir þeirrar hreyfingar trúa því ekki að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé fæddur í Bandaríkjunum. Póstarnir voru birtir af samtökunum DCleaks, sem hafa verið tengd áberandi tölvulekum á undanförnum mánuðum. DCleaks eru talin tengjast leyniþjónustum Rússlands sem sakaðar eru um að hafa meðal annars brotið sér leið inn í tölvupóstakerfi Demókrataflokksins. Í samtali við NBC staðfestir Powell að tölvupóstarnir séu raunverulegir og segir hakkarana búa yfir mun fleiri tölvupóstum en hafi verið birtir.Trump höfði til versta eðlis RepúblikanaflokksinsPowell var, eins og áður hefur komið fram, utanríkisráðherra George W. Bush. Hann var einnig fjögurra stjörnu hershöfðingi og er repúblikani. Hann hefur neitað að veita Donald Trump stuðning sinn og kemur sér reglulega undan spurningum um forsetaframbjóðandann. Í tölvupóstum sínum sagði Powell að það að fara í fjölmiðla og kalla Trump „fífl“ myndi eingöngu uppörva hann. Hann stóð einnig í samskiptum við fréttamann CNN og sagði fjölmiðla vera spila eftir leikreglum Trump og ómeðvitað væru þeir að hjálpa honum.Ennfremur sagði Powell að yfirlýsing Trump um að hann myndi hljóta hylli þeldökkra kjósenda í Bandaríkjunum væri byggð á draumórum. Hann sagði Trump höfða til versta eðlis Repúblikanaflokksins og fátæks hvíts fólks.Einnig ósáttur við ClintonColin Powell virðist einnig ekki vera sáttur við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Hann var reiður yfir því að hún hafi reynt að bendla hann við málið varðandi póstþjóna hennar og að hún hefði getað komið í veg fyrir það hneyksli fyrir tveimur árum. Það eina sem hún hefði þurft að gera væri að segja strax sannleikann og biðjast afsökunar. Í öðrum tölvupósti sagði hann að Clinton ætti það til að klúðra einföldum málum með drambi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn George W. Bush, sagði Donald Trump vera þjóðarskömm og aðhlátursefni á heimsvísu. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Powell sem tölvuþrjótar komust yfir og birtu. Hann sagði „birther“ hreyfinguna sem Trump leiddi vera rasíska. Meðlimir þeirrar hreyfingar trúa því ekki að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé fæddur í Bandaríkjunum. Póstarnir voru birtir af samtökunum DCleaks, sem hafa verið tengd áberandi tölvulekum á undanförnum mánuðum. DCleaks eru talin tengjast leyniþjónustum Rússlands sem sakaðar eru um að hafa meðal annars brotið sér leið inn í tölvupóstakerfi Demókrataflokksins. Í samtali við NBC staðfestir Powell að tölvupóstarnir séu raunverulegir og segir hakkarana búa yfir mun fleiri tölvupóstum en hafi verið birtir.Trump höfði til versta eðlis RepúblikanaflokksinsPowell var, eins og áður hefur komið fram, utanríkisráðherra George W. Bush. Hann var einnig fjögurra stjörnu hershöfðingi og er repúblikani. Hann hefur neitað að veita Donald Trump stuðning sinn og kemur sér reglulega undan spurningum um forsetaframbjóðandann. Í tölvupóstum sínum sagði Powell að það að fara í fjölmiðla og kalla Trump „fífl“ myndi eingöngu uppörva hann. Hann stóð einnig í samskiptum við fréttamann CNN og sagði fjölmiðla vera spila eftir leikreglum Trump og ómeðvitað væru þeir að hjálpa honum.Ennfremur sagði Powell að yfirlýsing Trump um að hann myndi hljóta hylli þeldökkra kjósenda í Bandaríkjunum væri byggð á draumórum. Hann sagði Trump höfða til versta eðlis Repúblikanaflokksins og fátæks hvíts fólks.Einnig ósáttur við ClintonColin Powell virðist einnig ekki vera sáttur við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Hann var reiður yfir því að hún hafi reynt að bendla hann við málið varðandi póstþjóna hennar og að hún hefði getað komið í veg fyrir það hneyksli fyrir tveimur árum. Það eina sem hún hefði þurft að gera væri að segja strax sannleikann og biðjast afsökunar. Í öðrum tölvupósti sagði hann að Clinton ætti það til að klúðra einföldum málum með drambi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira