Mitsubishi með nýjan tengiltvinnjeppling í París Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2016 10:25 Mitsubishi Grand Tourer verður í París. Bílaframleiðendur eru þessa dagana að birta fyrstu myndir af þeim nýju bílgerðum sínum sem kynntir verða á bílasýningunni í París, en hún hefst um næstu mánaðarmót. Mitsubishi er engin undantekning frá því og birti þessa mynd í gær af nýjum jepplingi sem bæði gengur fyrir rafmagni og brunavél. Hann á að geta farið fyrstu 120 kílómetrana eingöngu á rafmagni og heildardrægni hans segja þeir Mitsubishi-menn að sé heilir 1.200 kílómetrar. Bílinn kalla þeir Grand Tourer, sem rímar ágætlega við mikla drægni hans. Mitsubishi Grand Tourer er með vængjahurðum, en ekki skal slá því föstu að framleiðslugerðin, ef að henni verður, verði þannig búin. Bíllinn er án hliðarspegla og eiga myndavélar að leysa þá af. Til að setja bíl með þessari tækni á markað í Evrópu þarf þó fyrst að leyfa bíla án hliðarspegla, en það hefur ekki enn verið gert í neinu Evrópulandi. Að innan er Grand Tourer þakinn Burgundy leðri og með stóran aðgerðaskjá fyrir miðju. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent
Bílaframleiðendur eru þessa dagana að birta fyrstu myndir af þeim nýju bílgerðum sínum sem kynntir verða á bílasýningunni í París, en hún hefst um næstu mánaðarmót. Mitsubishi er engin undantekning frá því og birti þessa mynd í gær af nýjum jepplingi sem bæði gengur fyrir rafmagni og brunavél. Hann á að geta farið fyrstu 120 kílómetrana eingöngu á rafmagni og heildardrægni hans segja þeir Mitsubishi-menn að sé heilir 1.200 kílómetrar. Bílinn kalla þeir Grand Tourer, sem rímar ágætlega við mikla drægni hans. Mitsubishi Grand Tourer er með vængjahurðum, en ekki skal slá því föstu að framleiðslugerðin, ef að henni verður, verði þannig búin. Bíllinn er án hliðarspegla og eiga myndavélar að leysa þá af. Til að setja bíl með þessari tækni á markað í Evrópu þarf þó fyrst að leyfa bíla án hliðarspegla, en það hefur ekki enn verið gert í neinu Evrópulandi. Að innan er Grand Tourer þakinn Burgundy leðri og með stóran aðgerðaskjá fyrir miðju.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent