Heppinn að vera vel giftur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2016 09:15 Birgir er fimmtugur í dag og á skemmtilega daga í vændum. Vísir/GVA „Ég er mest hissa á að þetta skuli vera að gerast svona fljótt en það er bara skemmtilegt að fá að ná þessum aldri,“ segir Birgir Pálsson, lífefna-og tölvunarfræðingur um fimmtugsafmælið sem er í dag. Hann býr á Akranesi en skilgreinir sig sem Reykvíking, enda þó hann sé fæddur á Ísafirði og uppalinn í Belgíu til fimm ára aldurs. Birgir starfar líka í Reykjavík. Var lengi hjá Íslenskri erfðagreiningu og nú í hugbúnaðarfyrirtæki sem er afsprengi af tölvudeildinni þar, það heitir Wuxi-NextCode. Skyldi vera gaman að vinna þar? „Já, þetta er spennandi fyrirtæki sem er með starfsemi hér í Reykjavík, í Boston og Sjanghæ. Byggir á hugbúnaði sem þróaður var hjá DeCode til að vinna með erfðagögn úr rannsóknarstofum, meðal annars til að finna hvaða erfðabreytileikar liggja til grundvallar ýmsum sjúkdómum og þróa lyf. Þetta er svið sem er að springa út því það er orðið miklu ódýrara að raðgreina erfðaefni en áður, það sem fyrr tók margar stofnanir áratugi að gera tekur nú nokkra klukkutíma á einni rannsóknastofu. Ég er í verkefnastjórn og oft á símafundum í tölvunni því ég er í samskiptum við viðskiptavini úti um víðan heim.“ En hvernig skyldi Birgir ætla að halda upp á afmælið? „Ja, ef ég vissi það nú! En ég svo er heppinn að vera vel giftur og veit að Regína Ásvaldsdóttir, kona mín, er búin að undirbúa eitthvað skemmtilegt. Ég flýg í morgunsárið í óvissuferð til Kaupmannahafnar með umslag sem ég á að opna á Kastrupflugvelli, þar eru upplýsingar um hvernig ég á að haga mér í framhaldinu. En Regína verður komin á undan mér þar sem hún er búin að vera í vinnuferð í Danmörku. Svo er ég með pakka í töskunni frá dætrum okkar sem ég má ekki opna fyrr en ég er kominn út. Um næstu helgi fer ég svo til Berlínar með vinahópi sem hefur farið árlega í borgarferðir. „Þar er skipulagt prógram og skemmtun í fjóra daga en við Regína verðum þrjár nætur í viðbót og förum ásamt öðrum hjónum á golfhótel fyrir utan Berlín. Þannig að það eru skemmtilegir dagar framundan.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september 2016. Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég er mest hissa á að þetta skuli vera að gerast svona fljótt en það er bara skemmtilegt að fá að ná þessum aldri,“ segir Birgir Pálsson, lífefna-og tölvunarfræðingur um fimmtugsafmælið sem er í dag. Hann býr á Akranesi en skilgreinir sig sem Reykvíking, enda þó hann sé fæddur á Ísafirði og uppalinn í Belgíu til fimm ára aldurs. Birgir starfar líka í Reykjavík. Var lengi hjá Íslenskri erfðagreiningu og nú í hugbúnaðarfyrirtæki sem er afsprengi af tölvudeildinni þar, það heitir Wuxi-NextCode. Skyldi vera gaman að vinna þar? „Já, þetta er spennandi fyrirtæki sem er með starfsemi hér í Reykjavík, í Boston og Sjanghæ. Byggir á hugbúnaði sem þróaður var hjá DeCode til að vinna með erfðagögn úr rannsóknarstofum, meðal annars til að finna hvaða erfðabreytileikar liggja til grundvallar ýmsum sjúkdómum og þróa lyf. Þetta er svið sem er að springa út því það er orðið miklu ódýrara að raðgreina erfðaefni en áður, það sem fyrr tók margar stofnanir áratugi að gera tekur nú nokkra klukkutíma á einni rannsóknastofu. Ég er í verkefnastjórn og oft á símafundum í tölvunni því ég er í samskiptum við viðskiptavini úti um víðan heim.“ En hvernig skyldi Birgir ætla að halda upp á afmælið? „Ja, ef ég vissi það nú! En ég svo er heppinn að vera vel giftur og veit að Regína Ásvaldsdóttir, kona mín, er búin að undirbúa eitthvað skemmtilegt. Ég flýg í morgunsárið í óvissuferð til Kaupmannahafnar með umslag sem ég á að opna á Kastrupflugvelli, þar eru upplýsingar um hvernig ég á að haga mér í framhaldinu. En Regína verður komin á undan mér þar sem hún er búin að vera í vinnuferð í Danmörku. Svo er ég með pakka í töskunni frá dætrum okkar sem ég má ekki opna fyrr en ég er kominn út. Um næstu helgi fer ég svo til Berlínar með vinahópi sem hefur farið árlega í borgarferðir. „Þar er skipulagt prógram og skemmtun í fjóra daga en við Regína verðum þrjár nætur í viðbót og förum ásamt öðrum hjónum á golfhótel fyrir utan Berlín. Þannig að það eru skemmtilegir dagar framundan.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. september 2016.
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“