Milljón lítra olíuleki í Alabama Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 10:29 Hér sést hvernig brún olíuslikja liggur ofan á á læk þessum í Alabama. Leki í olíuleiðsla í Alabama í Bandaríkjunum varð til þess að 1.000.000 lítrar af olíu láku út í náttúruna með tilheyrandi náttúrspjöllum. Yfirvöld í Alabama fullyrða þó að almenningi stafi engin hætta af lekanum og engar ferksvatnlindir muni spillast vegna hans. Miklar hreinsunaraðgerðir eru hafnar og koma margir að þeim. Vinnsla á olíu hefur verið stöðvuð um að minnsta kosti viku á þeim vinnslustað sem lekinn kom frá. Ein af áhrifum þessa leka eru þau að verð á bensíni mun hækka um 5 til 10 bandarísk sent í nærliggjandi ríkjum, þ.e. í Georgíu, Tennessee, Norður og Suður-Karolínu, sem og í Alabama. Leiðslan sem sprakk liggur á milli Houston í Texas og til N-Karolínu og er mjög mikilvæg fyrir birgðahald á austurströnd Bandaríkjanna. Vegna lekans þarf nú að sinna birgðaöflun með skipaflutningum til austurstrandarinnar með tilhyerandi auknum kostnaði, sem skýrir út þá hækkun sem búist er við að verði á bensíni í ofantöldum ríkjum. Lekinn á þessari leiðslu nú er sá mesti sem orðið hefur frá árinu 1996. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent
Leki í olíuleiðsla í Alabama í Bandaríkjunum varð til þess að 1.000.000 lítrar af olíu láku út í náttúruna með tilheyrandi náttúrspjöllum. Yfirvöld í Alabama fullyrða þó að almenningi stafi engin hætta af lekanum og engar ferksvatnlindir muni spillast vegna hans. Miklar hreinsunaraðgerðir eru hafnar og koma margir að þeim. Vinnsla á olíu hefur verið stöðvuð um að minnsta kosti viku á þeim vinnslustað sem lekinn kom frá. Ein af áhrifum þessa leka eru þau að verð á bensíni mun hækka um 5 til 10 bandarísk sent í nærliggjandi ríkjum, þ.e. í Georgíu, Tennessee, Norður og Suður-Karolínu, sem og í Alabama. Leiðslan sem sprakk liggur á milli Houston í Texas og til N-Karolínu og er mjög mikilvæg fyrir birgðahald á austurströnd Bandaríkjanna. Vegna lekans þarf nú að sinna birgðaöflun með skipaflutningum til austurstrandarinnar með tilhyerandi auknum kostnaði, sem skýrir út þá hækkun sem búist er við að verði á bensíni í ofantöldum ríkjum. Lekinn á þessari leiðslu nú er sá mesti sem orðið hefur frá árinu 1996.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent