Milljónir króna í kostnað á busaböllunum í menntó Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. september 2016 12:00 Busaböll eru fyrsta reynsla ansi margra af skemmtanalífinu og þar verða oft til góðar minningar - hjá sumum að minnsta kosti. Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja. Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja.
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein