Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2016 09:00 Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum voru birtar á miðvikudagskvöldið á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga. Það heldur áfram þetta ástand sem hefur einkennst af vatnsleysi og sólríkum dögum og þetta tvennt gerir veiðimönnum afar erfitt fyrir. Það er sem fyrr Ytri Rangá sem er aflahæst í vikunni sem leið og aflahæst þegará heildina er litið með 6.309 laxa en vikuveiðin í henni var 431 lax. Miðfjarðará er næst bæði í heildarveiði sem og vikuveiði en heildarveiðin í henni er komin í 3.503 laxa með vikuveiði uppá 216 laxa. Veiðivísir spáði Ytri í 9.000 laxa og Miðfjarðará í 4.000 laxa svo það lítur út fyrir að sú spá verði nærri lagi. Það er annars lítil breyting á vikuveiði að öðru leiti en að í nokkrum ánum dregst hún saman sem er eðlilegt fyrir árstíma en annars staðar er talan að detta niður vegna sífelldra þurrka sem eru orðnir þeir lengstu í áratugi. Árnar á vesturlandi eru að detta hratt niður i vatni og ekki var nú mikið vatn fyrir í flestum þeirra. Það sárvantar rigningu og eins og staðan er gæti einhver væta fallið í næstu viku en hvort það verði nóg til að breyta einhverju kemur bara í ljós. Hér fyrir neðan er topp 10 listinn yfir árnar og listann í heild sinni má finna á www.angling.is Ytri Rangá - 6.309 Miðfjarðará - 3.503 Eystri Rangá - 2.858 Blanda - 2295 Þverá/Kjarrá - 1755 Norðurá - 1218 Haffjarðará - 1178 Langá - 1106 Laxá í Dölum - 972 Laxá í Aðaldal - 962 Mest lesið Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði
Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum voru birtar á miðvikudagskvöldið á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga. Það heldur áfram þetta ástand sem hefur einkennst af vatnsleysi og sólríkum dögum og þetta tvennt gerir veiðimönnum afar erfitt fyrir. Það er sem fyrr Ytri Rangá sem er aflahæst í vikunni sem leið og aflahæst þegará heildina er litið með 6.309 laxa en vikuveiðin í henni var 431 lax. Miðfjarðará er næst bæði í heildarveiði sem og vikuveiði en heildarveiðin í henni er komin í 3.503 laxa með vikuveiði uppá 216 laxa. Veiðivísir spáði Ytri í 9.000 laxa og Miðfjarðará í 4.000 laxa svo það lítur út fyrir að sú spá verði nærri lagi. Það er annars lítil breyting á vikuveiði að öðru leiti en að í nokkrum ánum dregst hún saman sem er eðlilegt fyrir árstíma en annars staðar er talan að detta niður vegna sífelldra þurrka sem eru orðnir þeir lengstu í áratugi. Árnar á vesturlandi eru að detta hratt niður i vatni og ekki var nú mikið vatn fyrir í flestum þeirra. Það sárvantar rigningu og eins og staðan er gæti einhver væta fallið í næstu viku en hvort það verði nóg til að breyta einhverju kemur bara í ljós. Hér fyrir neðan er topp 10 listinn yfir árnar og listann í heild sinni má finna á www.angling.is Ytri Rangá - 6.309 Miðfjarðará - 3.503 Eystri Rangá - 2.858 Blanda - 2295 Þverá/Kjarrá - 1755 Norðurá - 1218 Haffjarðará - 1178 Langá - 1106 Laxá í Dölum - 972 Laxá í Aðaldal - 962
Mest lesið Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði