Volvo stærsta lúxusbílamerkið Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 13:47 Volvo XC90 jeppinn. Mikil sigling hefur verið í sölu Volvo bíla undanfarið. Það sem af er ári er Volvo stærsta lúxusbílamerkið með 221 bíl seldan. Hlutdeild Volvo á lúxusbílamarkaði fyrir fólksbíla og jeppa er 25% af almenna markaði (án bílaleigubíla). Volvo var jafnframt stærsta lúxusmerkið í ágúst. Næsta lúxusbílamerki á eftir Volvo í sölu á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði í ár er Mercedes Benz með 200 selda bíla. Þar á eftir kemur svo Land Rover með 148, BMW 115, Audi 98, Lexus 63, Porsche 50 og Tesla 1 seldan bíl. „Við erum gríðarlega ánægð með stöðu Volvo á lúxusbílamarkaði en vöxtur Volvo á markaðnum er hvorki meira né minna en 101% frá fyrra ári. Við kynntum Volvo XC90 á síðasta ári og hann hefur fengið mjög góðar móttökur. Og það er skammt stórra högga í milli. Núna í síðustu viku vorum við að fá fyrsta Polestar bílinn til okkar af S60 gerð. Í næstu viku mun svo fyrsti Volvo S90 bíllinn verða til sýnis í sýningarsalnum okkar. Þannig það er margt spennandi í gangi hjá Volvo sem mun án efa gera Volvo að enn sterkara merki“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent
Mikil sigling hefur verið í sölu Volvo bíla undanfarið. Það sem af er ári er Volvo stærsta lúxusbílamerkið með 221 bíl seldan. Hlutdeild Volvo á lúxusbílamarkaði fyrir fólksbíla og jeppa er 25% af almenna markaði (án bílaleigubíla). Volvo var jafnframt stærsta lúxusmerkið í ágúst. Næsta lúxusbílamerki á eftir Volvo í sölu á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði í ár er Mercedes Benz með 200 selda bíla. Þar á eftir kemur svo Land Rover með 148, BMW 115, Audi 98, Lexus 63, Porsche 50 og Tesla 1 seldan bíl. „Við erum gríðarlega ánægð með stöðu Volvo á lúxusbílamarkaði en vöxtur Volvo á markaðnum er hvorki meira né minna en 101% frá fyrra ári. Við kynntum Volvo XC90 á síðasta ári og hann hefur fengið mjög góðar móttökur. Og það er skammt stórra högga í milli. Núna í síðustu viku vorum við að fá fyrsta Polestar bílinn til okkar af S60 gerð. Í næstu viku mun svo fyrsti Volvo S90 bíllinn verða til sýnis í sýningarsalnum okkar. Þannig það er margt spennandi í gangi hjá Volvo sem mun án efa gera Volvo að enn sterkara merki“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent