Hættu að þrauka 22. ágúst 2016 08:00 Vinir hófu að hlaupa fyrir nokkrum árum. Nei, þetta er ekki pistill um hlaup heldur dæmisaga svo óhætt er að lesa áfram. Maðurinn hafði hlaupið í nokkurn tíma og vildi hvetja konuna sína áfram í hennar upphafshlaupum. Hún átti, eðlilega, erfitt með að halda í við hlaupakarlinn og á einhverjum hlaupatúrnum kvartaði hún ítrekað yfir erfiðinu. Sagði hann þá við hana, hættu að þrauka, hlauptu bara! Þessi orð eru mér hugleikin því þau eiga oft við. Ég segi þau stundum við sjálfa mig þegar sjálfsvorkunn yfir einhverju ástandinu þvælist fyrir mér. Nú er ég ekki að tala um stórkostlega erfiðleika, heldur almenna vellíðan. Það að bera ábyrgð á líðan sinni og sinna. Að einblína ekki á þúfurnar heldur landslagið allt. Einnig má heimfæra þetta upp á þingmennskuna. Nú er leikmannaskiptaglugginn opinn. Óvenjustór hópur þingmanna hefur ákveðið að hætta af sjálfsdáðum. Aðrir bíða örlaga sinna í prófkjörum, uppstillingum og kjördæmafundum. Í fjölmiðlum ræða þingmenn hugsjónir sínar. Aðrir hafa látið til leiðast að halda áfram þrátt fyrir mikla erfiðleika á þinginu, hörmulegt starfsumhverfi, lág laun og vondan móral innan þings sem utan. Við þessa þingmenn vil ég segja. Ef þið teljið ykkur neyðast til að taka starfið að ykkur, hættið frekar en að þrauka. Ef þið brennið enn af hugsjónum má vel vera að ég sé til í að ráða ykkur í vinnu. Ekki þrauka – hlaupið bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Vinir hófu að hlaupa fyrir nokkrum árum. Nei, þetta er ekki pistill um hlaup heldur dæmisaga svo óhætt er að lesa áfram. Maðurinn hafði hlaupið í nokkurn tíma og vildi hvetja konuna sína áfram í hennar upphafshlaupum. Hún átti, eðlilega, erfitt með að halda í við hlaupakarlinn og á einhverjum hlaupatúrnum kvartaði hún ítrekað yfir erfiðinu. Sagði hann þá við hana, hættu að þrauka, hlauptu bara! Þessi orð eru mér hugleikin því þau eiga oft við. Ég segi þau stundum við sjálfa mig þegar sjálfsvorkunn yfir einhverju ástandinu þvælist fyrir mér. Nú er ég ekki að tala um stórkostlega erfiðleika, heldur almenna vellíðan. Það að bera ábyrgð á líðan sinni og sinna. Að einblína ekki á þúfurnar heldur landslagið allt. Einnig má heimfæra þetta upp á þingmennskuna. Nú er leikmannaskiptaglugginn opinn. Óvenjustór hópur þingmanna hefur ákveðið að hætta af sjálfsdáðum. Aðrir bíða örlaga sinna í prófkjörum, uppstillingum og kjördæmafundum. Í fjölmiðlum ræða þingmenn hugsjónir sínar. Aðrir hafa látið til leiðast að halda áfram þrátt fyrir mikla erfiðleika á þinginu, hörmulegt starfsumhverfi, lág laun og vondan móral innan þings sem utan. Við þessa þingmenn vil ég segja. Ef þið teljið ykkur neyðast til að taka starfið að ykkur, hættið frekar en að þrauka. Ef þið brennið enn af hugsjónum má vel vera að ég sé til í að ráða ykkur í vinnu. Ekki þrauka – hlaupið bara.