Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2016 19:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atviki síðustu helgi. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. Rannsókn beggja málanna er skammt á veg kominn en miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinsson, yfirmanns rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Já það eru mál til rannsóknar hjá okkur. Eitt andlát sem að grunur leikur á að tengist fíkniefnaneyslu og annað tilvik þar sem ungur maður var hætt kominn vegna neyslu,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að ekki sé hægt að fullyrða að lyfið fentanýl hafi valdið dauða mannsins. „Það er ekki hægt að staðfesta neitt á þessari stundu enda rannsókn skammt á veg komin. Grunur leikur að fentanýl komi við sögu.“ Friðrik segir embættið hafa áhyggjur af misnotkun lyfseðlisskyldra lyfja meðal ungs fólks í dag. „Vissulega. Það verða dauðsföll á hverju ári útaf ofneyslu fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja. Öll umfjöllun sem fjölmiðlar eru að taka upp núna er af hinu góða og það þarf að vekja fólk til umhugsunar um það að það sé stórhættulegt að nota þessi efni.“ Fentanýl er sterkt lyfsseðilsskylt verkjalyf og heldur landlæknisembættið gagnagrunn um útskriftir af lyfinu. „Þannig að við bindum vonir við að það sé hægt að hafa samstarf við embættið svo hægt sé að stemma stigu við framboði á slíkum efnum,“ segir Friðrik Smári. Fentanýl er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Atli Antonsson, lyfjafræðingur, útskýrir að fentanýl sé notað við langvinnum verkjum. Lyfið sé selt í plástursformi. „Þetta er mjög sterkt verjalyf sem nánast er eingöngu gefið sjúklingum sem eru að upplifa miklar kvalir eins og til dæmis með krabbamein eða eftir mjög alvarleg slys. Þetta er í plástursformi og gengur kaupum og sölum á götunni,“ segir Atli. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru 23 dauðsföll á árinu til skoðunar þar sem grunur leikur á að dauðsföllin megi rekja til lyfjaeitrunar. Tvö dauðsföll í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu um síðustu helgi.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53