Tók tvo 102 sm hænga úr sama hylnum Karl Lúðvíksson skrifar 28. ágúst 2016 11:00 Annar 102 sm hænganna sem veiddust í gær í Miðfjarðará Miðfjarðará stefnir óðum að 4.000 löxum sem henni hefur verið spáð í sumar og ljóst að hún er að skila frábæru sumri. Það eru margar ótrúlegar sögur sem hafa heyrst af frábærri veiði í Miðfjarðará í sumar en ein af þeim bestu hlýtur að hafa átt sér stað í gærmorgun. Tveir erlendir veiðimenn voru við veiðar á svæði 3 og á því svæði tóku þeir þrjá nýrunna eins árs laxa og þrjár hrygnur. Hrygnurnar voru ein 90 sm og tvær 92 sm. Eins og það sé ekki nægileg ástæða til að fagna þá toppuðu þeir daginn með því að landa tveimur hængum úr einum og sama hylnum sem voru báðir 102 sm að lengd. Áin er feykilega vinsæl og hefur orðspor hennar náð langt út fyrir landssteinanna enda er staðan sú að mikil eftirspurn er eftir dögum í hana og það komast færri að en vilja. Mest af laxinum er sleppt aftur í ánna og hefur verið þannig í nokkur ár og er almennt litið á það þannig að Miðfjarðará sé orðin skólabókardæmi ásamt Vatnsdalsá og Laxá í Aðaldal að Veitt og Sleppt er að skila sér í mun meiri fjölda stórlaxa og vonandi til frambúðar meiri laxi í árnar. Mest lesið Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði
Miðfjarðará stefnir óðum að 4.000 löxum sem henni hefur verið spáð í sumar og ljóst að hún er að skila frábæru sumri. Það eru margar ótrúlegar sögur sem hafa heyrst af frábærri veiði í Miðfjarðará í sumar en ein af þeim bestu hlýtur að hafa átt sér stað í gærmorgun. Tveir erlendir veiðimenn voru við veiðar á svæði 3 og á því svæði tóku þeir þrjá nýrunna eins árs laxa og þrjár hrygnur. Hrygnurnar voru ein 90 sm og tvær 92 sm. Eins og það sé ekki nægileg ástæða til að fagna þá toppuðu þeir daginn með því að landa tveimur hængum úr einum og sama hylnum sem voru báðir 102 sm að lengd. Áin er feykilega vinsæl og hefur orðspor hennar náð langt út fyrir landssteinanna enda er staðan sú að mikil eftirspurn er eftir dögum í hana og það komast færri að en vilja. Mest af laxinum er sleppt aftur í ánna og hefur verið þannig í nokkur ár og er almennt litið á það þannig að Miðfjarðará sé orðin skólabókardæmi ásamt Vatnsdalsá og Laxá í Aðaldal að Veitt og Sleppt er að skila sér í mun meiri fjölda stórlaxa og vonandi til frambúðar meiri laxi í árnar.
Mest lesið Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði