Umræðufundur um loftslagsmál Ingrid Kuhlman skrifar 29. ágúst 2016 11:39 Dagana 1.-2. september verður haldinn Fundur fólksins í Norræna húsinu. Fundur fólksins er lýðræðishátíð í anda slíkra viðburða sem hafa fest sig í sessi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár, s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi. Fundur fólksins á Íslandi var haldinn í fyrsta skipti 11.-13. júní 2015. París 1,5, sem er baráttuhópur um að Ísland standi við loforðið frá Parísarsamkomulaginu um að gera það sem þarf til að tryggja að hitastig á jörðinni hækki ekki meira en sem nemur 1,5°, verður með umræðufund 2. september kl. 15.30. Á fundinum verður farið lauslega yfir stöðu loftslagsmála á Íslandi og hvað þurfi að gerast til að árangur náist. Í lok fundarins er ætlunin að fulltrúar stjórnmálaflokkanna segi fra því sem þeir telja brýnt að gera. Vinstri grænir, Björt framtíð, Viðreisn og Alþýðufylkingin hafa nú þegar staðfest þátttöku sína. Loftslagsmálin eru yfir allar línur stjórmálaflokkanna. Í dag er enginn flokkur með alvöru stefnu í loftslagsmálunum og svo sannarlega kominn tími á aðgerðir. Það er mikið í húfi og við sem þjóð erum eftirbátur þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Hér eru nokkrar hugmyndir að aðgerðum: Skipa ráðherra loftslagsmála í næstu ríkisstjórn. Fullgilda viðauka 6 við Marpol samkomulagið til að tryggja að þau skip sem sigla í íslenskri landssögu brenni ekki verstu tegund af olíu. Hætta allri olíuleit og stöðva allar hugmyndir um olíuvinnslu tafarlaust. Ákveða að eftir árið 2025 verði innflutningur bifreiða sem brenna jarðefnaeldsneyti bannaður og háður sérstökum undanþágum. Tryggja ívilnanir til 2025 fyrir kaupum á farartækjum sem nota vistvænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Setja í forgang að hraða allri innviðauppbyggingu sem ýtir undir þróun yfir í vistvænt eldsneyti. Nota skattkerfið til hins ítrasta til að stýra hegðun neitenda, t.d. lækka skatta á allt sem er visvænt og hækka skatta á brennslu jarðefnaeldsneytis. Ráðherrar sýni gott fordæmi og aki allir á bifreiðum sem flokkast sem vistvænar. Byggja innviði fyrir frekari notkun hjóla og ýta undir það á allan mögulegan hátt og tryggja góðar almenningssamgöngur. Endurheimta votlendi innan þriggja ára i samstarfi við bændur. Draga úr allri sóun og fylgja fordæmi Frakka sem banna stórmörkuðum að henda vörum. Rýna í fjárlögin með „loftslagsgleraugum“ í anda „kynjaðra fjárlaga“ til að tryggja að hámarksárangur náist í loftslagsmálum. Efla ræktun á innlendum vörum og ýta undir kaup á vörum úr nærumhverfi. Veita grænmetisbændum allan þann stuðning sem þarf til að sinna innanlandsmarkaði. Draga úr framleiðslu og neyslu á kjöti. Stórefla rannsóknir á áhrifum súrnunar í hafinu við strendur landsins og undirbúa áætlun til að takast á við fyrirsjáanlegar breytingar á lífríki hafsins sem hafa áhrif á fiskistofna. Hætta að nota verga landsframleiðslu og hagvöxt sem mælikvarða til að mæla hagsæld og skoða aðra mælikvarða í anda þess sem gert er í Bútan. Ýta úr vör öllum þeim ágætu tillögum sem Alþingi samþykkti einróma árið 2012 um Eflingu græna hagkerfisins. Loftslagsmálin snerta nær alla fleti okkar samfélags. Ég vona að áhugasamir láti sig þessi mál varða og mæti á umræðufund Parísar 1,5 þann 2. september n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dagana 1.-2. september verður haldinn Fundur fólksins í Norræna húsinu. Fundur fólksins er lýðræðishátíð í anda slíkra viðburða sem hafa fest sig í sessi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár, s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi. Fundur fólksins á Íslandi var haldinn í fyrsta skipti 11.-13. júní 2015. París 1,5, sem er baráttuhópur um að Ísland standi við loforðið frá Parísarsamkomulaginu um að gera það sem þarf til að tryggja að hitastig á jörðinni hækki ekki meira en sem nemur 1,5°, verður með umræðufund 2. september kl. 15.30. Á fundinum verður farið lauslega yfir stöðu loftslagsmála á Íslandi og hvað þurfi að gerast til að árangur náist. Í lok fundarins er ætlunin að fulltrúar stjórnmálaflokkanna segi fra því sem þeir telja brýnt að gera. Vinstri grænir, Björt framtíð, Viðreisn og Alþýðufylkingin hafa nú þegar staðfest þátttöku sína. Loftslagsmálin eru yfir allar línur stjórmálaflokkanna. Í dag er enginn flokkur með alvöru stefnu í loftslagsmálunum og svo sannarlega kominn tími á aðgerðir. Það er mikið í húfi og við sem þjóð erum eftirbátur þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Hér eru nokkrar hugmyndir að aðgerðum: Skipa ráðherra loftslagsmála í næstu ríkisstjórn. Fullgilda viðauka 6 við Marpol samkomulagið til að tryggja að þau skip sem sigla í íslenskri landssögu brenni ekki verstu tegund af olíu. Hætta allri olíuleit og stöðva allar hugmyndir um olíuvinnslu tafarlaust. Ákveða að eftir árið 2025 verði innflutningur bifreiða sem brenna jarðefnaeldsneyti bannaður og háður sérstökum undanþágum. Tryggja ívilnanir til 2025 fyrir kaupum á farartækjum sem nota vistvænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Setja í forgang að hraða allri innviðauppbyggingu sem ýtir undir þróun yfir í vistvænt eldsneyti. Nota skattkerfið til hins ítrasta til að stýra hegðun neitenda, t.d. lækka skatta á allt sem er visvænt og hækka skatta á brennslu jarðefnaeldsneytis. Ráðherrar sýni gott fordæmi og aki allir á bifreiðum sem flokkast sem vistvænar. Byggja innviði fyrir frekari notkun hjóla og ýta undir það á allan mögulegan hátt og tryggja góðar almenningssamgöngur. Endurheimta votlendi innan þriggja ára i samstarfi við bændur. Draga úr allri sóun og fylgja fordæmi Frakka sem banna stórmörkuðum að henda vörum. Rýna í fjárlögin með „loftslagsgleraugum“ í anda „kynjaðra fjárlaga“ til að tryggja að hámarksárangur náist í loftslagsmálum. Efla ræktun á innlendum vörum og ýta undir kaup á vörum úr nærumhverfi. Veita grænmetisbændum allan þann stuðning sem þarf til að sinna innanlandsmarkaði. Draga úr framleiðslu og neyslu á kjöti. Stórefla rannsóknir á áhrifum súrnunar í hafinu við strendur landsins og undirbúa áætlun til að takast á við fyrirsjáanlegar breytingar á lífríki hafsins sem hafa áhrif á fiskistofna. Hætta að nota verga landsframleiðslu og hagvöxt sem mælikvarða til að mæla hagsæld og skoða aðra mælikvarða í anda þess sem gert er í Bútan. Ýta úr vör öllum þeim ágætu tillögum sem Alþingi samþykkti einróma árið 2012 um Eflingu græna hagkerfisins. Loftslagsmálin snerta nær alla fleti okkar samfélags. Ég vona að áhugasamir láti sig þessi mál varða og mæti á umræðufund Parísar 1,5 þann 2. september n.k.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar