23 ára reynslubolti gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 17:42 Ísak vill verða fulltrúi yngstu kynslóðarinnar á þingi. Vísir/Aðsend Ísak Ernir Kristinsson, 23 ára verkefnastjóri og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ísak vill verða fulltrúi sinnar kynslóðar, yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaði, á Alþingi. „Kynslóðin sem ég tilheyri, sem er yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, hefur á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum, sérstaklega þegar kemur að menntamálum, velferðamálum og húsnæðismálum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi. Einnig er mikilvægt að ráðist verði í auknar úrbætur á samgöngukerfinu. Þar hefur fjárfestingaþörfin safnast upp í mörg ár,“ segir Ísak í tilkynningu. Hann rekur lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ og hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn, m.a verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er ég varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og einnig á ég sæti í stjórn SUS. Ég er sitjandi varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og sit í Velferðanefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.“ Ísak gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en spennandi kosningar eru framundan fyrir kjördæmið þar sem þrír Sjálfstæðismenn, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra, Páll Magnússon umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni og fyrrum útvarpsstjóri og Ásmundur Friðriksson þingmaður hafa lýst yfir vilja til þess að leiða listann í komandi alþingiskosningum. Þá hyggur Árni Johnsen, fyrrum þingmaður sem hlaut uppreist æru árið 2006 eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum listans. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01 Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, 23 ára verkefnastjóri og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ísak vill verða fulltrúi sinnar kynslóðar, yngstu kynslóðarinnar á vinnumarkaði, á Alþingi. „Kynslóðin sem ég tilheyri, sem er yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, hefur á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum, sérstaklega þegar kemur að menntamálum, velferðamálum og húsnæðismálum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi. Einnig er mikilvægt að ráðist verði í auknar úrbætur á samgöngukerfinu. Þar hefur fjárfestingaþörfin safnast upp í mörg ár,“ segir Ísak í tilkynningu. Hann rekur lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ og hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn, m.a verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er ég varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og einnig á ég sæti í stjórn SUS. Ég er sitjandi varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og sit í Velferðanefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.“ Ísak gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en spennandi kosningar eru framundan fyrir kjördæmið þar sem þrír Sjálfstæðismenn, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra, Páll Magnússon umsjónarmaður Sprengisands á Bylgjunni og fyrrum útvarpsstjóri og Ásmundur Friðriksson þingmaður hafa lýst yfir vilja til þess að leiða listann í komandi alþingiskosningum. Þá hyggur Árni Johnsen, fyrrum þingmaður sem hlaut uppreist æru árið 2006 eftir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram í eitt af efstu sætum listans.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01 Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Páll Magnússon ætlar sér oddvitasætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir fær harða samkeppni um fyrsta sætið. 10. ágúst 2016 17:01
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 10. ágúst 2016 15:14