Framtíðin á rúntinum með fortíðinni Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 14:12 BMW M2 og á eftir fylgja fornbílar. B&B Kristinsson Einn virkasti bílaklúbbur landsins er Krúser í Reykjavík sem hefur að aðalmarkmiði að viðhalda klassískum bílum og stuðla að varðveislu þeirra. Á hverju fimmtudagskvöldi koma klúbbfélagarnir saman í höfuðstöðvum sínum á Ártúnsholtinu þar sem spjallað er um heima og geyma.Alls ekki ófögur sjónB&B KristinssonOg þegar vel viðrar mæta félagar á glæsivögnum sínum og taka rúnt um bæinn á eftir til að gleðja augu vegfarenda, ekki síst erlenda ferðamenn sem standa agndofa meðfram Laugavegi þegar hersingin ekur í átt til Hörpu þar sem staldrað er við frameftir kvöldi. Þar koma gestir og gangandi til að skoða dýrgripina og ræða við eigendurna, gjarnan til að fræðast um sögu bílanna.BMW i8 vakti eðlilega athygliB&B KristinssonÁ dögunum slóst framtíðin með í för með fortíðinni þegar nokkrir starfsmenn BL mættu á glæsilegum BMW bílum úr sýningarsal fyrirtækisins við Sævarhöfða. Þarna mætti rafmagnaði tvinnsportbíllinn BMW i8, sem er léttasti sportbíllinn á markaðnum og einungis rúmar 4 sekúndur í 100, og svo sportbíllinn M2 sem er hið fullkomna leikfang bílaáhugafólksins sem er líka aðeins rúmar 4 sekúndur í hundraðið.Enginn illa bílandi þarna.B&B KristinssonÓhætt er að segja að bílarnir hafi vakið lukku þeirra sem urðu á vegi þeirra ásamt hinum víðfrægu öldungum sem muna tímana tvenna. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent
Einn virkasti bílaklúbbur landsins er Krúser í Reykjavík sem hefur að aðalmarkmiði að viðhalda klassískum bílum og stuðla að varðveislu þeirra. Á hverju fimmtudagskvöldi koma klúbbfélagarnir saman í höfuðstöðvum sínum á Ártúnsholtinu þar sem spjallað er um heima og geyma.Alls ekki ófögur sjónB&B KristinssonOg þegar vel viðrar mæta félagar á glæsivögnum sínum og taka rúnt um bæinn á eftir til að gleðja augu vegfarenda, ekki síst erlenda ferðamenn sem standa agndofa meðfram Laugavegi þegar hersingin ekur í átt til Hörpu þar sem staldrað er við frameftir kvöldi. Þar koma gestir og gangandi til að skoða dýrgripina og ræða við eigendurna, gjarnan til að fræðast um sögu bílanna.BMW i8 vakti eðlilega athygliB&B KristinssonÁ dögunum slóst framtíðin með í för með fortíðinni þegar nokkrir starfsmenn BL mættu á glæsilegum BMW bílum úr sýningarsal fyrirtækisins við Sævarhöfða. Þarna mætti rafmagnaði tvinnsportbíllinn BMW i8, sem er léttasti sportbíllinn á markaðnum og einungis rúmar 4 sekúndur í 100, og svo sportbíllinn M2 sem er hið fullkomna leikfang bílaáhugafólksins sem er líka aðeins rúmar 4 sekúndur í hundraðið.Enginn illa bílandi þarna.B&B KristinssonÓhætt er að segja að bílarnir hafi vakið lukku þeirra sem urðu á vegi þeirra ásamt hinum víðfrægu öldungum sem muna tímana tvenna.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent