Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Birta Svavarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 12:33 Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum. Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, segist ekkert slæmt hafa að segja um samskipti sín við fyrrum útgefanda hljómsveitarinnar, Steinar Berg. Segir hann Steinar hafa hjálpað þeim með ýmislegt, þar með talið hafi hann lagt til fé til útgáfu hljómplatna sveitarinnar. Steinar Berg, útgefandi og fyrrum eigandi hljómplötuútgáfunnar Steina, hyggst höfða mál á hendur tónlistarmanninum Bubba Morthens fyrir ærumeiðandi ummæli sem sá síðarnefndi á að hafa látið falla í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands. Hefur Steinar Berg farið fram á að ummæli Bubba verði dæmd dauð og ómerk og að brotið verði klippt út úr þáttunum. Vísir fjallaði um málið í gær. Sjá einnig:Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli Voru þættirnir á dagskrá RÚV á liðnum vetri, en þátturinn sem um ræðir var upphaflega sýndur 13. mars síðastliðinn. Í honum segir Bubbi um samskipti sín við Steinar „Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening.“ Í samtali við Vísi í gær sagðist Bubbi standa við ummæli sín. Sakar hann Steinar um að hafa nýtt sér bágt ástand sitt í upphafi ferilsins til að hafa af honum fé. Þá segir hann einnig að „Steinar Berg sé búinn að vera í málaferlum í mörg ár við einhverja aðila. Þetta eru hans ær og kýr.“ Í bréfi til Vísis segir Steinar þetta vera helber ósannindi. „Ég er seinþreyttur maður til vandræða. Hef aðeins tvisvar sinnum á ævinni verið viðriðinn málarekstur gagnvart öðrum aðila. Í bæði skiptin var dæmt mér í vil.“Sjá einnig:Bubbi svarar Steinari fullum hálsiDanny Pollock segist hafa þekkt Steinar Berg mjög vel.Stefán Karlsson„Já, ég þekkti hann mjög vel og hef ekkert slæmt um hann að segja,“ segir Danny Pollock, fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna, í samtali við Vísi. „Hann hjálpaði okkur mikið á sínum tíma og lagði til peninga fyrir bandið og svona.“ Hvað höfundarétt og launamál á þessum tíma varðar almennt þá segir Danny það hafa allt saman verið mjög loðið. „Bubbi var náttúrulega með sinn sólóferil svo hann var alltaf aðeins fyrir utan bandið hvað peninga varðar. Við vorum allir alveg á kúpunni, en hann fékk alltaf eitthvað í sinn vasa.“ „En ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg, hann var bara að reka sitt fyrirtæki á sínum tíma og gerði það eftir bestu getu.“ segir Danny að lokum.
Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16
Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30