Volt slær við Leaf vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 08:35 Chevrolet Volt og Nissan Leaf hafa lengi barist um hylli kaupenda rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent
Önnur kynslóð Chevrolet Volt rafmagnsbílsins selst nú mjög vel í Bandaríkjunum og slær rækilega við sölu Nissan Leaf, en Leaf hefur oft haft yfirtökin í sölu þessara bíla. Chevrolet Volt seldist í 2.406 eintökum í júlí og er það 83% meiri sala en í sama mánuði í fyrra. Nissan Leaf seldist aðeins í 1.063 eintökum svo að Volt seldist ríflega helmingi meira. Með ágætri sölu júlímánaðar er heildarsala Volt í Bandaríkjunum komin yfir 100.000 bíla markið. Sala Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur verið fremur dræm í ár og er 37,6% minni en í sömu mánuðum í fyrra. Það endurspeglar þó ekki heildarsölu Leaf í heiminum, en bíllinn selst mjög vel á öðrum mörkuðum heimsins, en Bandaríkjamenn kaupa ekki mikið af rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum á meðan eldsneyti er svo ódýrt þar. Það má þó búast við talsvert aukinni sölu Leaf í Bandaríkjunum þegar ný kynslóð hans, með 320 km drægni, kemur á markað.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent