Lítil veiði á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2016 13:00 Þetta er einn skemmtilegasti tíminn til að veiða við Þingvallavatn því suma daga má sjá litlar torfur af bleikju alveg uppí harða landi. Það hefur þó lítið borið á þessu í ár en í fyrra var staðan þannig að víða í þjóðgarðinum var bleikjan svo nálægt landi að það var hægt að pota í þær með stangartoppnum. Það ber lítið á bleikjunni í dag og veiðin i takt við það afar döpur. Vanir veiðimenn við vatnið hafa verið að núlla dag eftir dag og það sem meira er að murtan hefur ekkert ennþá látið á sér kræla að neinu ráði. Á þessum árstíma á hún að vera út um allt og gerir mönnum yfirleitt lífið leitt með því að vera alltaf í flugum sem eru ætlaðar stærri fiskum. Það er engin líkleg skýring á þessu en það kemur heldur ekkert í veg fyrir að veiðimenn halda áfram að fara í vatnið og bíða þess að augnablikið komi þegar gott skot kemur í vatnið því það eru nákvæmlega svoleiðis augnablik sem gera veiðina skemmtilega. Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði
Þetta er einn skemmtilegasti tíminn til að veiða við Þingvallavatn því suma daga má sjá litlar torfur af bleikju alveg uppí harða landi. Það hefur þó lítið borið á þessu í ár en í fyrra var staðan þannig að víða í þjóðgarðinum var bleikjan svo nálægt landi að það var hægt að pota í þær með stangartoppnum. Það ber lítið á bleikjunni í dag og veiðin i takt við það afar döpur. Vanir veiðimenn við vatnið hafa verið að núlla dag eftir dag og það sem meira er að murtan hefur ekkert ennþá látið á sér kræla að neinu ráði. Á þessum árstíma á hún að vera út um allt og gerir mönnum yfirleitt lífið leitt með því að vera alltaf í flugum sem eru ætlaðar stærri fiskum. Það er engin líkleg skýring á þessu en það kemur heldur ekkert í veg fyrir að veiðimenn halda áfram að fara í vatnið og bíða þess að augnablikið komi þegar gott skot kemur í vatnið því það eru nákvæmlega svoleiðis augnablik sem gera veiðina skemmtilega.
Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði