Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2016 11:00 Mynd: www.veida.is Það er svakaleg veiði í Ytri Rangá þessa dagana og nokkuð ljóst að það þarf mikið til að skáka henni við í sumar. Í gærmorgun fór áin yfir 3.000 laxa eins og við spáðum réttilega fyrir og líklega verður hún komin yfir 4.000 fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Það er bókstaflega lax í öllum hyljum og mikið að ganga eins og er. Holl sem var til að mynda á neðsta svæðinu sem er kennt við Borg var með 53 laxa á tveimur dögum á fjórar stangir og sá hópur var nú nokkuð rólegur við veiðarnar en allt reyndir veiðimenn engu að síður. Lausar stangir sem detta stundum inn á söluvefi eru rifnar út og það er kannski ekkert skrítið því þegar það er svona veisla við árbakka vilja allir taka þátt í því. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu næstu daga og sjá hvort það verði áframhald á góðum göngum og verði það málið heldur veislan bara áfram. Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Það er svakaleg veiði í Ytri Rangá þessa dagana og nokkuð ljóst að það þarf mikið til að skáka henni við í sumar. Í gærmorgun fór áin yfir 3.000 laxa eins og við spáðum réttilega fyrir og líklega verður hún komin yfir 4.000 fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Það er bókstaflega lax í öllum hyljum og mikið að ganga eins og er. Holl sem var til að mynda á neðsta svæðinu sem er kennt við Borg var með 53 laxa á tveimur dögum á fjórar stangir og sá hópur var nú nokkuð rólegur við veiðarnar en allt reyndir veiðimenn engu að síður. Lausar stangir sem detta stundum inn á söluvefi eru rifnar út og það er kannski ekkert skrítið því þegar það er svona veisla við árbakka vilja allir taka þátt í því. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu næstu daga og sjá hvort það verði áframhald á góðum göngum og verði það málið heldur veislan bara áfram.
Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði