Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2016 10:01 Einar Kárason vandar Pírötum ekki kveðjurnar og hann kann að kreista pennann. Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur vandar Deildu.net og Pírötum ekki kveðjurnar; og hann kann að koma orðum að því. „Þeir hjá deildu.is settu inn merkileg skilaboð í framhaldi af dómi í máli sem STEF og fleiri höfðuðu, því hún minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð,“ skrifar Einar á Facebook-vegg sinn. Fjölmargir listamenn hafa tekið í sama streng og Jakob Frímann Magnússon, sem löngum hefur farið fyrir tónlistarmönnum í þessum efnum hefur deilt hinum köldu kveðjum Einars. Þá vekur athygli að Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Óli Björn Kárason gefa merki um að vera Einari hjartanlega sammála.Vísir hefur fjallað um málið en félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Þá hefur FRÍSK eitt og sér lagt fram kæru á hendur nokkrum af notendum síðunnar sem hafa hlaðið upp á hana íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.Píratar sökka Einar vitnar í orðsendingu sem finna má á Deildu. „Kæru notendur. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“Þessi skilaboð á Deildu finnst Einari Kárasyni, og reyndar fjölmörgum listamönnum öðrum, fyrir neðan allar hellur.Þetta þykir hinum grama rithöfundi fyrir neðan allar hellur, hann heldur áfram og mundar penna: „Í framhaldi hafa stuðningsmenn á facebook og víðar hellt sér yfir STEF og þannig samtök, og skipað þeim að skilja að 21. öldin sé upprunnin. Íslenskt efni hefur verið búið til með vinnu og eigum íslenskra listamanna og útgefenda, og að stela því og dreifa frítt er svipað og að hnupla launaumslögum vinnandi fólks. Píratar sökka!“Ef hægt er að stela er þetta í lagi Bjarni Bernharður Bjarnason rithöfundur bendir hinum grama Einari á að hinir íslensku Píratar hafi ekkert með Deildu að gera. „Reyndu að kynna þér málin áður en þú ferð með svona vitleysu.“ En ekki sljákkar í Einari við þessa ábendingu, nema síður sé: „Píratar kenna sig við þá iðju sem hefur alþjóðlega orðið ýmsum hugsjón, að stela og deila höfundavörðu efni; það athæfi er á ensku kallað "piracy". Af rótum þeirrar hugsjónar spretta líka flokkar í ýmsum löndum sem kenna sig við þessa iðju, og sömuleiðis "deilisíður" eins og "deildu" - það er kallað "piracy webs" á ensku. Réttlætingin er þessi: ef hægt er að stela því sem aðrir eiga, og eigendurnir geta ekki varið sig gegn þjófnaðinum, þá er þetta í lagi. Og hætti menn svo að heimskast með að Pírataflokkurinn íslenski hafi ekkert með þetta að gera.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45 Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Bíður ákæru fyrir að setja Sönn íslensk sakamál á Deildu Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns um að haldlagningu raftækja hans yrði aflétt. Maðurinn er bíður ákæru fyrir að hafa deilt myndefni ólöglega. 8. júní 2016 19:45
Kæra stjórnanda Deildu Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK) hefur ásamt öðrum höfundarréttarfélögum lagt fram kæru á hendur stjórnanda skráarskiptasíðunnar Deildu.net. 25. júlí 2016 07:00