Um jafnaðarstefnuna Ellert B. Schram skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Sennilega er mér eins farið og flestum öðrum, sem komnir eru til ára sinna, að líta um öxl og skoða líf sitt og reynslu. Og samfélagið allt. Fylgjast með breytingum nútímans og gildismati í hugsunum og skoðunum. Eitt af því sem vekur athygli mína eru skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, einkum þó sú þróun að flokkur jafnaðarmanna mælist með innan við tíu prósent fylgi, aftur og aftur. Spurningin er sú, í ljósi sögunnar, hvort Íslendingar séu að hafna þeim skoðunum og baráttu, sem sósíaldemókratar (jafnaðarmenn) hafa haft að sínu leiðarljósi. Ég ætla aðeins að staldra við þessi tíðindi. Saga og tilvera Alþýðuflokksins gamla og íslenskra jafnaðarmanna, sem og Alþýðubandalagsins, á sér rætur í því samfélagi, þar sem vinnandi fólki var haldið í fátæktargildrum, vistarböndum og réttleysi. Það var fyrir mína tíð þegar vökulögin voru sett og almannatryggingar innleiddar eða þegar elliheimili og verkamannabústaðir voru fyrst reist og byggðir. En þetta voru risastórir áfangar í sögu íslenskrar alþýðu. Svo var það fyrir framgöngu jafnaðarmanna að lífeyrissjóðir voru löggiltir á sjöunda áratugi síðustu aldar og leiðrétt kjör og laun hinna vinnandi stétta. Öll þessi spor hefðu ekki verið stigin, nema fyrir baráttu þeirra stjórnmálafla sem létu sig varða jafnrétti og lífskjör alþýðu og almennings. Nú spyr ég: Þurfum við ekki lengur á þeim sjónarmiðum að halda í pólitík nútímans? Til hvers erum við að kjósa alþingismenn og forystumenn í ríki okkar og landi, nema til að standa vörð um jöfnuð, gera vel við bágstadda, tryggja velferð og gefa fólki kost á að lifa mannsæmandi lifi? Víst þarf stjórnmálaflokka sem hafa frelsi einstaklinga að leiðarljósi, flokka sem vilja samvinnu, flokka sem berjast fyrir náttúruvernd eða ýmiskonar sérhagsmunum, en undirstaða og grundvöllur ráðandi afla í þjóðfélaginu, hlýtur engu að síður að snúast um velsæld, farsæld og mannúð. Um jafnan rétt. Um afkomu og velferð allra.Utangarðs Ég hef látið mig varða kjör og réttindi eldri borgara að undanförnu. Á þeim vettvangi blasa við þær staðreyndir að gamalt fólk er sniðgengið. Ekki allir, en alltof margir. Fólk sem hefur lagt af mörkum störf, þátttöku og krafta sína í uppbyggingu þess samfélags sem við öll eigum. Fólk sem tilheyrir okkur, er með okkur, er skylt okkur, er enn í samfélaginu okkar. Þessi hópur fer stækkandi, fjölgandi. En hann hefur verið utangarðs. Viljum við að elsta kynslóðin sé afgangsstærð, þegar kemur að skiptingu fjár og aðstöðu í nútímasamfélagi? Viljum við láta eldri borgara lognast út af og gleymast, hvort heldur í stjórnmálum eða dægurþrasi, fólkið, sem komið er til ára sinna? Viljum við láta þá stjórnmálaflokka deyja drottni sínum, sem hafa hingað til og hafa enn, lagt áherslu á jafnrétti og farsæld, ekki aðeins fyrir eldri borgara, heldur alla þjóðfélagsþegna, meðbræður, samferðarmenn og minnimáttar? Lífið gengur ekki út á það eitt að koma ár sinni fyrir borð og hugsa um sinn eigin rass. Látum þá hugsun áfram lifa og dafna, að sem flestir búi við farsæld og jafnræði og njóti lífsins allt til enda. Verum meðvirk, ekki gleyma því hlutverki okkar og skyldu, að hlúa að þeim sem minna mega sín. Til þess þurfum við stjórnmálaflokk, talsmenn og fylkingu í þágu allra sem vilja að samkennd, jöfnuður og réttlæti eigi sér pólitískt líf. Ekki gleyma sögunni. Ekki gleyma forfeðrum okkar og fortíðinni. Unga fólkinu og framtíðinni.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun