Stefna á að koma til Íslands í janúar Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2016 14:10 Frá tökunum hér á landi árið 2011. Vísir/Vilhelm Framleiðendur Game of Thrones stefna á að koma hingað til lands í janúar og taka upp atriði fyrir sjöundu þáttaröð. Vísir hefur heimildir fyrir því að í morgun hafi starfsmenn HBO fundað með íslensku fyrirtæki um upptökur hér á landi. Sjöundu þáttaröð Game of Thrones verður frestað, en þættirnir munu ekki fara í sýningu á svipuðum tíma og áður. Yfirleitt hafa þáttaraðir byrjað um mánaðamót mars og apríl, en svo verður ekki á næsta ári. Ástæða þess er að framleiðendur þáttanna vantar snjó þar sem veturinn er nú skollinn á í Westeros. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsti þátturinn í þáttaröðinni verður frumsýndur. Nútíminn sagðist fyrr í vikunni hafa heimildir fyrir því að atriðin sem til stendur að taka upp hér á landi innihaldi sex stórar persónur úr Game of Thrones. Þá er spurningin hvaða sex persónur það gætu verið? Þegar sjöttu þáttaröðinni lauk voru nokkrar mikilvægar persónur í Winterfell, þar sem snjórinn var farinn af himnum. Það voru þau Jon Snow, Sansa Stark, Ser Davos, Tormund og Littlefinger. Auk þeirra er Brienne á leiðinni frá Riverrun til Winterfell. Kannski er um að ræða einhver af þeim, en Bran og Meera eru enn fyrir norðan Vegginn. Mögulega gætu þau komið til Íslands. Meðal annars hafa tökur fyrir þættina hér á landi farið fram við Skaftafell og á Þingvöllum. Þá var landslag frá Íslandi notað í bakgrunna í sjöttu þáttaröð. Meðal annars frá Grundarfirði og Hvalfirði. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones stefna á að koma hingað til lands í janúar og taka upp atriði fyrir sjöundu þáttaröð. Vísir hefur heimildir fyrir því að í morgun hafi starfsmenn HBO fundað með íslensku fyrirtæki um upptökur hér á landi. Sjöundu þáttaröð Game of Thrones verður frestað, en þættirnir munu ekki fara í sýningu á svipuðum tíma og áður. Yfirleitt hafa þáttaraðir byrjað um mánaðamót mars og apríl, en svo verður ekki á næsta ári. Ástæða þess er að framleiðendur þáttanna vantar snjó þar sem veturinn er nú skollinn á í Westeros. Ekki liggur fyrir hvenær fyrsti þátturinn í þáttaröðinni verður frumsýndur. Nútíminn sagðist fyrr í vikunni hafa heimildir fyrir því að atriðin sem til stendur að taka upp hér á landi innihaldi sex stórar persónur úr Game of Thrones. Þá er spurningin hvaða sex persónur það gætu verið? Þegar sjöttu þáttaröðinni lauk voru nokkrar mikilvægar persónur í Winterfell, þar sem snjórinn var farinn af himnum. Það voru þau Jon Snow, Sansa Stark, Ser Davos, Tormund og Littlefinger. Auk þeirra er Brienne á leiðinni frá Riverrun til Winterfell. Kannski er um að ræða einhver af þeim, en Bran og Meera eru enn fyrir norðan Vegginn. Mögulega gætu þau komið til Íslands. Meðal annars hafa tökur fyrir þættina hér á landi farið fram við Skaftafell og á Þingvöllum. Þá var landslag frá Íslandi notað í bakgrunna í sjöttu þáttaröð. Meðal annars frá Grundarfirði og Hvalfirði.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira