122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2016 18:08 Halldór Gunnarsson með flottann lax úr Eystri Rangá í morgun Veiðin í Eystri Rangá hófst formlega í gær eftir vel heppnaða klakveiði þar sem rúmlega 500 löxum var safnað í klakið. Fyrsti dagurinn í ánni fór langt fram úr væntingum allra við ánna en dagurinn skilaði 123 löxum á land og var það allt stórlax nema einn sem var dæmigerður eins árs lax í ánni. Stangirnar eru að setja í 10-15 laxa á vakt og svo er auðvitað misjafnt hversu miklu er landað en það sem óneitanlega gleður veiðimenn er þetta fáheyrða stórlaxahlutfall í ánni. "Þetta er bara ótrúlegt það er ekki hægt að segja annað" sagði Einar Lúðvíksson við Eystri Rangá í hádeginu í dag. "Gærdagurinn er besta opnun í ánni fyrr og síðar og til að toppa hann þá veiddust 75 laxar í morgun og það er bara óhætt að segja að áin sé full af fiski" bætir Einar við. Veiðimenn sem við höfum heyrt í sem veiddu í gær og nokkrir í dag bera ánni sömu söguna og segja að það sé fiskur á svo til öllum stöðum á öllum svæðum, mismikið auðvitað en nokkrir bestu staðirnir eru bara kjaftfullir af laxi. Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Veiðin í Eystri Rangá hófst formlega í gær eftir vel heppnaða klakveiði þar sem rúmlega 500 löxum var safnað í klakið. Fyrsti dagurinn í ánni fór langt fram úr væntingum allra við ánna en dagurinn skilaði 123 löxum á land og var það allt stórlax nema einn sem var dæmigerður eins árs lax í ánni. Stangirnar eru að setja í 10-15 laxa á vakt og svo er auðvitað misjafnt hversu miklu er landað en það sem óneitanlega gleður veiðimenn er þetta fáheyrða stórlaxahlutfall í ánni. "Þetta er bara ótrúlegt það er ekki hægt að segja annað" sagði Einar Lúðvíksson við Eystri Rangá í hádeginu í dag. "Gærdagurinn er besta opnun í ánni fyrr og síðar og til að toppa hann þá veiddust 75 laxar í morgun og það er bara óhætt að segja að áin sé full af fiski" bætir Einar við. Veiðimenn sem við höfum heyrt í sem veiddu í gær og nokkrir í dag bera ánni sömu söguna og segja að það sé fiskur á svo til öllum stöðum á öllum svæðum, mismikið auðvitað en nokkrir bestu staðirnir eru bara kjaftfullir af laxi.
Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði