„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2016 15:09 Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari en hann tjáði sig um mál hælisleitendanna í Laugarneskirkju á persónulegri Facebook-síðu sinni fyrir helgi. vísir „Í fyrsta lagi eru þetta launaðir starfsmenn ríkisins og þjóðkirkjan er ein af stofnunum samfélagsins og hefur ákveðið hlutverk. Við gerum þá kröfu til þeirra að þeir fylgi lögum en síðan er Útlendingastofnun búin að taka ákvörðun, sem eru þar tilbær yfirvöld um að meðferð mála þessara manna eigi að fara fram í Noregi í samræmi við lög og reglur en þessir menn vilja ekki una henni. Þeir eru hins vegar ólöglegir innfytjendur og réttlausir hér en þá tekur þjóðkirkjan sig til og ætlar að veita kirkjugrið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en færsla sem hann setti á persónulega Facebook-síðu sína fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli. Um færsluna var fjallað á vef Stundarinnar í gær. Í færslunni gagnrýndi Helgi Magnús presta þjóðkirkjunnar fyrir að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Laugarneskirkju í liðinni viku en Agnes Sigurðardóttir biskup hefur meðal annars tjáð sig um málið og studdi aðgerðirnar í kirkjunni. Þá hefur Guðni Th. Jóhannesson verðandi forseti einnig tjáð sig um málið. Ekki til neitt í lögum sem heitir kirkjugrið Helgi Magnús spyr hvað kirkjugrið séu. „Það er ekki neitt sem er til í lögum sem heitir kirkjugrið en þetta hafði kannski einhvern status á miðöldum þegar kirkjan hafði sitt eigið lagakerfi. Nú er talað um eins og þetta sé einhver hluti af starfsemi þjóðkirkjunnar að veita kirkjugrið og ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna.“ Þá gagnrýnir Helgi Magnús einnig að fjölmiðlamenn hafi verið boðaðir í kirkjuna þar sem vitað var að lögreglumenn myndu koma til að handtaka mennina. Lögreglan hafi hins vegar aðeins verið að sinna skyldu sinni við að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. „Þarna er rekin í þá myndavél. Mennirnir berjast á móti þannig að það verður að beita afli. Þetta lítur ekki vel út og er auðvitað ekki gott eða æskilegt. Það væri náttúrulega bara best að menn hlýddu fyrirmælum lögreglu en þetta er sett á svið af einhverjum prestum þjóðkirkjunnar sem hafa einhverjar skoðanir á ákvörðunum stjórnvalda.“ Finnst þjóðkirkjan vera komin algerlega út í móa Helgi Magnús segir að prestarnir megi að sjálfsögðu hafa sínar skoðanir: „En á þjóðkirkjan sem stofnun að standa í svona aðgerðum á einhverjum fráleitum lagalegum grundvelli? Það er það sem fer fyrir brjóstið á mér. Ég hef alltaf haldið upp á þjóðkirkjuna en mér finnst hún vera komin algerlega út í móa þarna.“ Aðspurður vill Helgi Magnús ekki meina að prestarnir hafi brotið lög en telur ástæðu til að skoða það hvort þeir séu að brjóta gegn starfsskyldum sínum. „Ég held að launaðir prestar þjóðkirkjunnar hafi þetta ekki á starfslýsingunni. Ég held þeir eigi að þjónusta söfnuðinn, halda messur, skíra, ferma og svo framvegis en ég held að þeir eigi ekki að reka einhverja útlendingastefnu.“ Helgi Magnús segir um pólitískt mál að ræða en ekki mannúðarmál þar sem það snúist um að einhverjir tilteknir aðilar vilji ekki að hælisleitendurnir verði sendir aftur til Noregs. Blaðamaður bendir honum þá á það að útlendingalöggjöfin í Noregi sé hörð og allar líkur séu á að mennirnir verði sendir aftur til Írak þaðan sem þeir flúðu. „Já, ég geri ráð fyrir því að ef þeir verða sendir aftur til Íraks þá sé það rétt niðurstaða. Ég treysti norskum stjórnvöldum betur til þess að meta það heldur en prestum þjóðkirkjunnar.“ Flóttamenn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 29. júní 2016 15:53 Vigdís Hauks um Guðna Th: „Nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi embætti“ Þingkona Framsóknarflokksins virðist ekki vera ánægð með nýkjörinn forseta. 2. júlí 2016 15:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Í fyrsta lagi eru þetta launaðir starfsmenn ríkisins og þjóðkirkjan er ein af stofnunum samfélagsins og hefur ákveðið hlutverk. Við gerum þá kröfu til þeirra að þeir fylgi lögum en síðan er Útlendingastofnun búin að taka ákvörðun, sem eru þar tilbær yfirvöld um að meðferð mála þessara manna eigi að fara fram í Noregi í samræmi við lög og reglur en þessir menn vilja ekki una henni. Þeir eru hins vegar ólöglegir innfytjendur og réttlausir hér en þá tekur þjóðkirkjan sig til og ætlar að veita kirkjugrið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en færsla sem hann setti á persónulega Facebook-síðu sína fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli. Um færsluna var fjallað á vef Stundarinnar í gær. Í færslunni gagnrýndi Helgi Magnús presta þjóðkirkjunnar fyrir að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Laugarneskirkju í liðinni viku en Agnes Sigurðardóttir biskup hefur meðal annars tjáð sig um málið og studdi aðgerðirnar í kirkjunni. Þá hefur Guðni Th. Jóhannesson verðandi forseti einnig tjáð sig um málið. Ekki til neitt í lögum sem heitir kirkjugrið Helgi Magnús spyr hvað kirkjugrið séu. „Það er ekki neitt sem er til í lögum sem heitir kirkjugrið en þetta hafði kannski einhvern status á miðöldum þegar kirkjan hafði sitt eigið lagakerfi. Nú er talað um eins og þetta sé einhver hluti af starfsemi þjóðkirkjunnar að veita kirkjugrið og ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna.“ Þá gagnrýnir Helgi Magnús einnig að fjölmiðlamenn hafi verið boðaðir í kirkjuna þar sem vitað var að lögreglumenn myndu koma til að handtaka mennina. Lögreglan hafi hins vegar aðeins verið að sinna skyldu sinni við að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. „Þarna er rekin í þá myndavél. Mennirnir berjast á móti þannig að það verður að beita afli. Þetta lítur ekki vel út og er auðvitað ekki gott eða æskilegt. Það væri náttúrulega bara best að menn hlýddu fyrirmælum lögreglu en þetta er sett á svið af einhverjum prestum þjóðkirkjunnar sem hafa einhverjar skoðanir á ákvörðunum stjórnvalda.“ Finnst þjóðkirkjan vera komin algerlega út í móa Helgi Magnús segir að prestarnir megi að sjálfsögðu hafa sínar skoðanir: „En á þjóðkirkjan sem stofnun að standa í svona aðgerðum á einhverjum fráleitum lagalegum grundvelli? Það er það sem fer fyrir brjóstið á mér. Ég hef alltaf haldið upp á þjóðkirkjuna en mér finnst hún vera komin algerlega út í móa þarna.“ Aðspurður vill Helgi Magnús ekki meina að prestarnir hafi brotið lög en telur ástæðu til að skoða það hvort þeir séu að brjóta gegn starfsskyldum sínum. „Ég held að launaðir prestar þjóðkirkjunnar hafi þetta ekki á starfslýsingunni. Ég held þeir eigi að þjónusta söfnuðinn, halda messur, skíra, ferma og svo framvegis en ég held að þeir eigi ekki að reka einhverja útlendingastefnu.“ Helgi Magnús segir um pólitískt mál að ræða en ekki mannúðarmál þar sem það snúist um að einhverjir tilteknir aðilar vilji ekki að hælisleitendurnir verði sendir aftur til Noregs. Blaðamaður bendir honum þá á það að útlendingalöggjöfin í Noregi sé hörð og allar líkur séu á að mennirnir verði sendir aftur til Írak þaðan sem þeir flúðu. „Já, ég geri ráð fyrir því að ef þeir verða sendir aftur til Íraks þá sé það rétt niðurstaða. Ég treysti norskum stjórnvöldum betur til þess að meta það heldur en prestum þjóðkirkjunnar.“
Flóttamenn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 29. júní 2016 15:53 Vigdís Hauks um Guðna Th: „Nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi embætti“ Þingkona Framsóknarflokksins virðist ekki vera ánægð með nýkjörinn forseta. 2. júlí 2016 15:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34
Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 29. júní 2016 15:53
Vigdís Hauks um Guðna Th: „Nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi embætti“ Þingkona Framsóknarflokksins virðist ekki vera ánægð með nýkjörinn forseta. 2. júlí 2016 15:30