Griezmann skaut Frökkum í úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2016 21:00 Antoine Griezmann fagnar marki sínu ásamt Paul Pogba. vísir/epa Það verður Frakkland sem mætir Portúgal í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Þetta var ljóst eftir 2-0 sigur Frakka á heimsmeisturum Þjóðverja í Marseille í kvöld. Antoine Griezmann var hetja Frakka en hann skoraði bæði mörkin og er nú komin með sex mörk í heildina á EM. Frakkar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja frá Griezmann á 7. mínútu. Eftir þessa góðu byrjun franska liðsins tók það þýska yfir og stjórnaði ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Emre Can komst næst því að skora en Hugo Lloris varði vel frá honum eftir 14 mínútna leik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks breyttist leikurinn þegar ítalski dómarinn Nicola Rizzoli dæmdi vítaspyrnu á Bastian Schweinsteiger fyrir að handleika boltann innan vítateigs. Griezmann fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu. Þjóðverjar töpuðu þá boltanum inni í eigin vítateig, Paul Pogba sendi fyrir frá vinstri, Neuer sló boltann frá en ekki nógu langt og Griezmann nýtti sér það og skoraði sitt annað mark. Þjóðverjar fengu færi til að minnka muninn eftir þetta en tókst ekki að skora. Bestu færin féllu Joshua Kimmich í skaut; hann átti hörkuskot í stöngina tveimur mínútum eftir seinna mark Griezmann og svo varði Lloris stórkostlega skalla frá honum í uppbótartíma. Heimsmeistarnir náðu hins vegar ekki að skora og Frakkar fögnuðu 2-0 sigri og sæti í úrslitaleiknum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira
Það verður Frakkland sem mætir Portúgal í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Þetta var ljóst eftir 2-0 sigur Frakka á heimsmeisturum Þjóðverja í Marseille í kvöld. Antoine Griezmann var hetja Frakka en hann skoraði bæði mörkin og er nú komin með sex mörk í heildina á EM. Frakkar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja frá Griezmann á 7. mínútu. Eftir þessa góðu byrjun franska liðsins tók það þýska yfir og stjórnaði ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Emre Can komst næst því að skora en Hugo Lloris varði vel frá honum eftir 14 mínútna leik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks breyttist leikurinn þegar ítalski dómarinn Nicola Rizzoli dæmdi vítaspyrnu á Bastian Schweinsteiger fyrir að handleika boltann innan vítateigs. Griezmann fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu. Þjóðverjar töpuðu þá boltanum inni í eigin vítateig, Paul Pogba sendi fyrir frá vinstri, Neuer sló boltann frá en ekki nógu langt og Griezmann nýtti sér það og skoraði sitt annað mark. Þjóðverjar fengu færi til að minnka muninn eftir þetta en tókst ekki að skora. Bestu færin féllu Joshua Kimmich í skaut; hann átti hörkuskot í stöngina tveimur mínútum eftir seinna mark Griezmann og svo varði Lloris stórkostlega skalla frá honum í uppbótartíma. Heimsmeistarnir náðu hins vegar ekki að skora og Frakkar fögnuðu 2-0 sigri og sæti í úrslitaleiknum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira