Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 16:53 MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. vísir/Pjetur Mjólkursamsalan (MS) hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitins um að sekta fyrirtækið fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á mjólkurvörumarkaði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Mótmælir fyrirtækið ákvörðun eftirlitsins. Er MS gert að greiða 480 milljón króna sekt vegna málsins. MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Sjá einnig: MS sektað um hálfan miljarð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögumMS bendir á að hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins sé undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og muni nú æðra stjórnvald nú skera úr um þetta. Þá mótmælir fyrirtækið upphæð sektarinnar og segir hana í „ engu samræmi við eðli hins meinta brots fyrirtækisins.“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.Sjá einnig: Forstjóri MS segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlegaMS segir að ekki hafi verið um sambærileg viðskipti að ræða sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu. Því telur fyrirtækið að það hafi ekki brotið samkeppnislög. „Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn,“ segir í tilkynningu frá MS. Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitins um að sekta fyrirtækið fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á mjólkurvörumarkaði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Mótmælir fyrirtækið ákvörðun eftirlitsins. Er MS gert að greiða 480 milljón króna sekt vegna málsins. MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Sjá einnig: MS sektað um hálfan miljarð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögumMS bendir á að hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins sé undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og muni nú æðra stjórnvald nú skera úr um þetta. Þá mótmælir fyrirtækið upphæð sektarinnar og segir hana í „ engu samræmi við eðli hins meinta brots fyrirtækisins.“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.Sjá einnig: Forstjóri MS segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlegaMS segir að ekki hafi verið um sambærileg viðskipti að ræða sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu. Því telur fyrirtækið að það hafi ekki brotið samkeppnislög. „Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn,“ segir í tilkynningu frá MS.
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05