Ragnar: Fékk gæsahúð er ég heyrði Shearer tala um mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júlí 2016 15:00 Ragnar faðmar Aron Einar á EM. vísir/getty Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira