Sumardeildin í Vegas farin af stað | Myndbönd Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. júlí 2016 21:00 Brandon Ingram lofar góðu vísir/ap Forkeppni sumardeildar NBA í Las Vegas hófst í nótt þar sem nýliðar og aðrar vonarstjörnur sýna hvað í þeim býr í fyrsta sinn á NBA sviðinu. Nú um helgina keppa liðin í forkeppni en aðalkeppnin hefst í næstu viku og er liðunum raðað í styrktarröð eftir gengi þeirra um helgina. Í sumardeildinni leika oftast leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu í deildinni auk fjölda leikmanna sem eru að reyna að komast í deildina. Þó er einn leikmaður með átta ára reynslu í deildinni að leika með Houston Rockets.Michael Beasley skoraði 7 stig á rúmlega 20 mínútum og tók 9 fráköst fyrir Rockets sem tapaði 83-78 fyrir Atlanta Hawks.Brandon Ingram sem Los Angeles Lakers valdi annan í nýliðavalinu í byrjun sumars þótti sýna lipra takta er Lakers rúllaði yfir New Orleans Pelicans 85-65. Ingram skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og varði 2 skot. Leikstjórnandinn D'Angelo Russel sem Lakers valdi annan fyrir ári síðan fór fyrir liðinu með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.Buddy Hield sem Pelicans völdu með sjötta valréttinum í nýliðavalinu átti erfitt uppdráttar en hann var af mörgum talinn besti leikmaður háskólakörfuboltans síðasta vetur. Hield skoraði 13 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum og þar af 1 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Ástralski framherjinn Thon Maker sem Milwaukee Bucks valdi tíundan í nýliðavalinu átti góðan leik þegar Bucks lagði Cleveland Cavaliers 81-75. Maker skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Nýliðarnir hjá Sacramento Kings, Skal Labissiére og Malachi Richardsson, heilluðu engan þegar Kings steinlá gegn Toronto Raptors 88-47. Minnesota Timberwolves valdi leikstjórnandann Kris Dunn með fimmta valréttinum í nýliðavalinu og stal Dunn senunni í nótt þó lið hans hafi tapað 88-82 gegn skemmtilegu liði Denver Nuggets. Dunn skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og stal 3 boltum. Hann háði skemmtilega baráttu við annars sárs leikstjórnanda Nuggets, Emmanuel Mudiay sem skoraði 23 stig.Einvígi Kris Dunn og Emmanuel Mudiay: Brandon Ingram: NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Forkeppni sumardeildar NBA í Las Vegas hófst í nótt þar sem nýliðar og aðrar vonarstjörnur sýna hvað í þeim býr í fyrsta sinn á NBA sviðinu. Nú um helgina keppa liðin í forkeppni en aðalkeppnin hefst í næstu viku og er liðunum raðað í styrktarröð eftir gengi þeirra um helgina. Í sumardeildinni leika oftast leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu í deildinni auk fjölda leikmanna sem eru að reyna að komast í deildina. Þó er einn leikmaður með átta ára reynslu í deildinni að leika með Houston Rockets.Michael Beasley skoraði 7 stig á rúmlega 20 mínútum og tók 9 fráköst fyrir Rockets sem tapaði 83-78 fyrir Atlanta Hawks.Brandon Ingram sem Los Angeles Lakers valdi annan í nýliðavalinu í byrjun sumars þótti sýna lipra takta er Lakers rúllaði yfir New Orleans Pelicans 85-65. Ingram skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og varði 2 skot. Leikstjórnandinn D'Angelo Russel sem Lakers valdi annan fyrir ári síðan fór fyrir liðinu með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.Buddy Hield sem Pelicans völdu með sjötta valréttinum í nýliðavalinu átti erfitt uppdráttar en hann var af mörgum talinn besti leikmaður háskólakörfuboltans síðasta vetur. Hield skoraði 13 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum og þar af 1 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Ástralski framherjinn Thon Maker sem Milwaukee Bucks valdi tíundan í nýliðavalinu átti góðan leik þegar Bucks lagði Cleveland Cavaliers 81-75. Maker skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Nýliðarnir hjá Sacramento Kings, Skal Labissiére og Malachi Richardsson, heilluðu engan þegar Kings steinlá gegn Toronto Raptors 88-47. Minnesota Timberwolves valdi leikstjórnandann Kris Dunn með fimmta valréttinum í nýliðavalinu og stal Dunn senunni í nótt þó lið hans hafi tapað 88-82 gegn skemmtilegu liði Denver Nuggets. Dunn skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og stal 3 boltum. Hann háði skemmtilega baráttu við annars sárs leikstjórnanda Nuggets, Emmanuel Mudiay sem skoraði 23 stig.Einvígi Kris Dunn og Emmanuel Mudiay: Brandon Ingram:
NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira